Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Árni Sæberg skrifar 27. júní 2025 16:38 Jakub Polkowski á þáverandi heimili sínu í Keflavík. vísir Einkahlutafélag sem keypti hús í Keflavík á nauðungarsölu fyrir þrjár milljónir króna hefur selt húsið fyrir 78 milljónir. Ungur öryrki var borinn út úr húsinu vegna vangreiddra gjalda. Hann hefur nú verið krafinn um að setja fram málskostnaðartryggingu vegna máls sem hann hefur höfðað á hendur félaginu, Reykjanesbæ og íslenska ríkinu. Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram. Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Húsið varð landsþekkt yfir nótt í júní í fyrra þegar greint var frá því að hús Jakubs Polkowski, sem er öryrki og fatlaður eftir læknamistök, hafi verið selt á nauðungaruppboði fyrir aðeins brot af markaðsvirði, eða á þrjár milljónir króna, vegna vanskila Jakubs á gjöldum. Vissi ekki að hann þyrfti að borga gjöldin Jakub sagðist þá ekki hafa vitað að hann stæði í skuld vegna þeirra gjalda. Svo fór að útburðinum var frestað um rúman mánuð en Jakub og fjölskylda fluttu í félagslegt húsnæði á vegum Reykjanesbæjar ágúst í fyrra. Kaupandi hússins var útgerðarstjóri úr Sandgerði, sem var eindregið hvattur til þess að draga kaupin til baka. Hann sagðist í samtali við fréttastofu á sínum tíma ekki hafa gert neitt rangt, hann hafi einfaldlega mætt á uppboð líkt og hann hafi margoft áður gert. Hann sagðist hafa gert allskonar kaup á uppboðum í gegnum tíðina og sagðist meðal annars hafa keypt sér bát á góðu verði skömmu áður. Greint var frá því í fyrra að húsið hefði verið sett á sölu og uppsett verð væri 82 milljónir króna. Samkvæmt afsali sem gefið var út í maí greiddu nýir eigendur hússins 78 milljónir króna fyrir það. Það gerir 75 milljóna króna söluhagnað. Fasteignasali sem annaðist söluna sagði þó í samtali við Vísi að ráðist hefði verið í talsverðar endurbætur á húsinu áður en það var sett á sölu. Höfðaði mál en það kostar rúma milljón ÖBÍ réttindasamtök ákváðu skömmu eftir að málið kom upp að höfða mál á hendur kaupanda hússins og íslenska ríkinu. Það gerði Jakob sömuleiðis en hann stefndi kaupandanum, ríkinu og Reykjanesbæ í febrúar þessa árs til greiðslu 59 milljóna króna. Sæstjarnan gerði kröfu um að Jakub legði fram 1,45 milljónir króna í málskostnaðartryggingu. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness varðandi kröfuna segir að Sæstjarnan hafi reist kröfu sína á því að Jakub væri ekki borgunarmaður fyrir málskostnaði þeim sem hann kynni að verða dæmdur til að greiða vegna málarekstursins. Til að mynda hefði árangurslaust fjárnám verið gert hjá honum í þrígang. „Stefnandi sé öryrki sem búi í félagslegu húsnæði á vegum Reykjanesbæjar og hafi í þrígang verið dæmdur til refsingar í málum er varða fíkniefnabrot, vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni.“ Héraðsdómur félls á kröfur Sæstjörnunnar að mestu leyti og gerði Jakubi að reiða fram 1,1 milljón króna í málskostnaðartryggingu. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms og í dag birti Hæstiréttur ákvörðun sína um að hafna kæruleyfisumsókn Jakubs. Hann þarf því að leggja fram 1,1 milljón vilji hann halda málarekstrinum áfram.
Nauðungarsala sýslumanns í Reykjanesbæ Húsnæðismál Stjórnsýsla Dómsmál Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent