Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar 28. júní 2025 08:00 Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórisdóttir Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Sjá meira
Elsta barnið mitt, fætt 1998, lauk menntaskóla eftir fjögur ár af miklum og góðum lærdómi. Efnið var það mikið að sitja þurfti stíft við og langir voru námsdagarnir til að tryggja góðan námsárangur. Tveimur árum síðar fékk miðbarnið þriggja ára kennslu á menntaskólastigi. Það gefur augaleið að því markmiði að kenna fjögurra ára námsefni á þremur árum verður ekki náð að fullu og útkoman er því sú að nemendur fá minni kennslu í menntaskóla nú en áður. Þetta er döpur staðreynd, því í menntaskóla fór, fyrir styttingu náms, fram gríðarlega mikilvæg kennsla, sem enginn hefði átt að missa af. Hvenær fór fram opinber umræða hérlendis um hvort það væri rétt að stytta menntaskólastigið? Lágu einhverjar kannanir fyrir áður en það var ákveðið? Hefði kannski frekar átt að stytta grunnskólastigið? Er kapp ekki stundum betra með forsjá? Nú er þriðja barnið að fóta sig í skólakerfinu. Þá er staðan orðin sú að engar einkunnir eru lengur gefnar, engin leið að vita nákvæmlega hvernig gekk á prófinu. Þess í stað eru nemendur settir í litakóða. Þar virðist staðan vera sú að flestir eru grænir. Þar má gefa sér að nemendur með gömlu einkunnirnar frá 6 til rúmlega 8 séu vel flestir samankomnir. Haldið þið að það skipti ekki máli fyrir börn að vita hvort þau fá 6 eða rúmlega 8 í sama prófinu – og hvort þau hafi bætt sig á milli prófa? Þessu til viðbótar, þá fóru skólaslit þannig fram í vor að við lok 8. bekkjar þá voru engin einkunnabréf afhent börnunum. Engin táknræn lok á heilu námsári. Nemendum bara sagt að skoða litakóða í rafrænni skrá. Ég veit ekki með ykkur, en ég er hugsi yfir þessari stöðu. Erum við að hvetja börnin nægilega í skólakerfinu eða erum við að einblína á meðalmennskuna? Til allrar hamingju þá hefur OECD nú stigið fram og lýst áhyggjum sínum yfir hvernig komið er fyrir okkur. Þá er mögulega von um að loks verði hlustað á áður framkomnar áhyggjuraddir. Höfundur er þriggja barna móðir og forstjóri
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar