„Þurfum að huga að forvörnum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 28. júní 2025 12:05 Alma Möller segir löggjöfina setta fram til að vernda börn og ungmenni. Vísir/Ívar Fannar/Egill Heilbrigðisráðherra segir áform um lagasetningu er varðar heildstæða löggjöf fyrir tóbaks- og nikótínvörur fyrst og fremst sett fram til að vernda börn og ungmenni. Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“ Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra birti á dögunum áform um lagasetningu sem miða að því að setja eina heildstæða löggjöf um varnir gegn tóbaki og nikótíni. Þar segir að í ljósi þess hve notkun rafretta og nikótínpúða sé útbreidd og um að ræða vörur sem eru skaðlegar heilsu séu aðgerðir nauðsynlegar. Notkun á rafrettum og nikótínpúðum hefur aukist mikið síðustu ár samkvæmt tölum frá Landlækni. Heilbrigðisráðherra segir áformin lúta að því að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegum áhrifum nikótíns „Þarna er til dæmis verið að huga að því að það verði spurt um skilríki. Það er verið að huga að því með auglýsingar, hvort það eigi að skilgreina hámarks nikótínmagn því það er hærra hér en annars staðar. Það er hugað að bragðefnum sem sérstaklega höfða til barna,“ sagði Alma Möller heilbrigðisráðherra. Áformin sett fram til samráðs Alma segir það vitað mál að nikótín hafi skaðleg áhrif á þroska heilans hjá ungu fólki og geti valdið kvíða. „Þetta er auðvitað mikilvægt í ljósi þess að við sjáum vaxandi kvíða hjá börnum og ungmennum. Við getum ekki bara bætt við meðferðarúrræðum, við þurfum að huga að forvörnum.“ Í viðtali við eiganda verslunar sem selur nikótínvörur sagðist hún óttast að boð og bönn ráðherra myndu þýða að fyrirtæki hennar færi í þrot. Hún sagði alla vilja gera vel í þessum efnum og gagnrýndi stjórnvöld fyrir samráðsleysi. Alma segir enn tækifæri til samráðs. „Þetta sem kynnt var eru áform um lagasetningu sem sett eru fram einmitt til samráðs. Fólk verður auðvitað að koma sínum áhyggjum á framfæri með formlegum hætti,“ sagði Alma að lokum. Segir ekki verið að höfða til þeirra sem þurfi að losna við tóbak Karl Andersen, prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands, telur árangur hvað varðar reykingar tilkominn vegna mjög öflugra forvarnaraðgerða en að það sé áhyggjuefni að ungmenni ánetjist notkun nikótínpúða hraðar en gerðist með sígarettur. Engin tilviljun sé að bragðefni séu sett í tóbak og nikótínvörur. „Þau eru sett til að auka söluna. Sömuleiðis eru umbúðirnar gerðar litríkar og líkjast sælgætisumbúðum og það er gert til að höfða til barna og ungmenna. Það er ekki verið að höfða til þeirra sem eru reykingamenn og þurfa að losna við tóbak,“ segir Karl Andersen prófessor í hjartalækningum við Háskóla Íslands. Karl telur áðurnefnd áform um lagasetningu af hinu góða og samhljóma tillögu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. „Eftir að við höfum náð þessum góða árangri með reyktóbakið þá er verið að kasta á glæ þessum árangri ef við ætlum að færa nikótínneysluna yfir í þessar vörur sem eru þá markaðssettar án stórra hindrana gagnvart ungu fólki.“
Heilbrigðismál Nikótínpúðar Rafrettur Tóbak Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Verslun Embætti landlæknis Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira