Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. júní 2025 13:41 Gunnar Smári var formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins fram að hallarbyltingunni á aðalfundi flokksins í maí. Vísir/Anton Ný stjórn Sósíalistaflokks Íslands hefur sakað fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins um að hafa tæmt sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi formaður framkvæmdastjórnar, segir ásakanirnar kjaftæði og íhugar að höfða meiðyrðamál gegn nýrri stjórn. Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars. Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Hallarbylting varð á aðalfundi Sósíalistaflokksins í maí þar sem hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára og fylkingu hans hlaut kjör í stjórn. Miklar deilur höfðu staðið yfir innan raða flokksins undanfarna mánuði, þar sem hópur fólks hafði beitt sér í miklum mæli gegn Gunnari Smára sem þá var formaður framkvæmdastjórnar. Í gær sendi ný stjórn flokksins tölvupóst til flokksfélaga þar sem fullyrt er að fyrrverandi framkvæmdastjórn flokksins hyggist tæma algjörlega sjóði flokksins og hlaupa með þá burt. Í póstinum segir að félagið Vorstjarnan, sem haldið hefur utan um rekstur flokksins, sýslað með peninga hans og borgað fyrir húsnæðisleigu og rekstur Samstöðvarinnar, lúti stjórn fyrrverandi framkvæmdastjórnar flokksins. Nýkjörin stjórn flokksins segir að Vorstjarnan hafi hafnað sáttarboði flokksins þar sem þess var krafist að peningar sem þau sögðu tekna í óleyfi yrði skilað til flokksins. Stjórnin fullyrðir að fyrir liggi hótanir af hálfu Vorstjörnunnar um að nema á brott fjármagn í eigu flokksins og úthýsa flokknum úr eigin húsnæði. Gunnar Smári segir í færslu á samfélagsmiðlum að ásakanirnar séu kjaftæði, eins og allt sem frá þessu fólki kemur. Hann segir að ný stjórn sé haldin stórkostlegum ranghugmyndum um að hún eigi fé sem Sósíalistaflokkurinn fékk á árum áður og kaus að ráðstafa til góðs málstaðar. Þá segir Gunnar að rógsherferð nýrrar stjórnar á hendur honum sé komin út í slíka þvælu og ofstopa að hann íhugi að höfða meiðyrðamál gegn þeim. Færsla Gunnars í Rauða þræðinum á Facebook. Önnur færsla Gunnars.
Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08 Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04 Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Sjá meira
Gunnar Smári féll í stjórnarkjöri: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Hópur sem stillti sér upp til höfuðs Gunnari Smára hlaut kjör til framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins á aðalfundi flokksins í dag. Nokkurt uppþot varð á fundinum og hefur hópurinn verið sakaður um smölun og svæsna atlögu að atkvæðafrelsi. Nokkrir meðlimir hafa þegar sagt sig úr flokknum og liggja aðrir undir feldi. 24. maí 2025 17:08
Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Gunnar Smári Egilsson hefur sett þá sem mest hafa tjáð sig á undanförnum dögum inni á spjallsíðunni Rauða þræðinum í einskonar straff. Hann er sjálfur stjórnandi hópsins, sem áður bar nafnið Sósíalistaflokkur Íslands og hefur þjónað sem nokkurs konar spjallvettvangur fyrir kjósendur flokksins og annarra áhugasamra. Gunnar segir að tími sé kominn til að slíta öll tengsl hópsins við flokkinn. 27. maí 2025 22:04
Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Stjórnmálafræðingur segir að Sósíalistar komi til með að tortíma sjálfum sér ef hallarbylting á aðalfundi Sósíalistaflokksins í gær verði til þess að bola langvinsælasta meðlimi flokksins á brott. Hann líkir því við pólitískt sjálfsvíg. Innanbúðar erjur hafi áhrif á mögulegt samstarf með öðrum flokkum. 25. maí 2025 12:09