Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 08:44 Aleqa Hammond á kjörstað í dönsku þingkosningunum árið 2019. Vísir/EPA Aleqa Hammond var óvænt kjörin formaður Siamut-flokksins á Grænlandi á aukaaðalfundi um helgina. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar og var rekin úr flokknum eftir að hún viðurkenndi að hafa dregið sér opinbert fé fyrir áratug. Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni. Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Boðað var til formannskjörs í Siamut, sem á sæti í grænlensku landsstjórninni, eftir að Erik Jensen sem leiddi flokkinn í kosningum í mars ákvað að stíga til hliðar. Flokkurinn fékk sína verstu útreið í sögunni í kosningunum. Hammond bar sigurorð af Vivian Motzfeldt, utanríkisráðherra Grænlands og starfandi formanni Siamut, í formannskjörinu, að því er kemur fram í frétt danska ríkisútvarpsins. Eftir sigurinn sagðist Hammond ekki hafa nein áform um að hrófla við samsteypustjórninni eða að Siamut hætti þátttöku í henni. Flokkurinn þyrfti hins vegar sífellt að meta það hvort að samstarfið þjónaði hagsmunum hans og stefnumálum hans. Hammond er sögð einarðari stuðningskona sjálfstæðis Grænlands en forverar hennar. Rekin úr flokknum eftir annað fjárdráttarmál Hammond var fyrst kjörin formaður Siamut eftir að flokkurinn missti sæti sitt í landsstjórninni eftir kosningar árið 2009. Undir stjórn hennar komst flokkurinn aftur á sigurbraut fjórum árum síðar og varð hún fyrsta konan til að gegna embætti formanns landsstjórnarinnar á Grænlandi. Það sama ár, 2013, var hins vegar upplýst að Hammond hefði notað opinbert fé til þess að greiða fyrir eigin ferðalög, drykki og veitingahúsaferðir. Hún sagði af sér sem formaður landsstjórnarinnar árið 2014 og leiðtogi flokksins sömuleiðis. Hneykslismálum Hammond var ekki þar með lokið. Hún náði kjöri til danska þingsins árið 2015 en eftir að í ljós kom að hún hefði misnotað greiðslukort frá þinginu var hún rekin úr Siamut ári síðar. Árið 2018 bauð Hammond sig fram fyrir Nunatta Qitornai, klofningsflokk úr Siamut, í grænlensku kosningunum en án árangurs. Eftir það tók Siamut aftur við henni.
Grænland Kosningar á Grænlandi Efnahagsbrot Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira