„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2025 14:56 Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, brosir til fréttamanna í þinghúsinu. Hann greiddi atkvæði gegn frumvarpi flokks síns á laugardag og fékk fyrir vikið að kenna á forsetanum á samfélagsmiðlum. Hann tilkynnti í kjölfarið að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur. AP/J. Scott Applewhite Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Atkvæðagreiðslur um aragrúa breytingatillagna við frumvarpið sem gengur undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“ fara fram í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Það felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dollara skattalækkanir að tillögu Bandaríkjaforseta. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings áætlar að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dollara á þessum áratug. Niðurskurður til heilbrigðismála leiði til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Þrátt fyrir að repúblikanar fari með meirihluta í öldungadeildinni eru örlög frumvarpsins óljós. Forysta Repúblikanaflokksins þurfti að tjalda töluverðu til að fá nægilega marga þingmenn sína til þess að greiða atkvæði með því að frumvarpið yrði tekið til efnismeðferðar um helgina. Eins og svo oft áður reynist repúblikönum erfitt að sætta harðlínumenn og þá þingmenn flokksins sem þurfa að áhyggjur af því að ná endurkjöri í svonefndum sveifluríkjum.AP/J. Scott Applewhite Bæði harðlínumenn og hófsamari repúblikanar eru ósáttir við hluta frumvarpsins og gætu komið í veg fyrir að það nái fram að ganga. Harðlínumenn telja ekki nógu langt gengið í að draga úr ríkisútgjöldum með frumvarpinu en hófsamari repúblikanar óttast að svo blóðugur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu eigi eftir að koma niður á flokknum kosningum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Sviku kosningaloforð forsetans Repúblikanar hafa þegar orðið fyrir blóðtöku við að reyna að koma frumvarpinu í gegn. Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Norður-Karólínu, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári eftir að forsetinn veittist að honum á samfélagsmiðlum fyrir að styðja ekki frumvarpið. Tillis: What do I tell 663,000 people in two years, three years, when President Trump breaks his promise by pushing them off of medicaid because the funding's not there anymore, guys? [image or embed]— Acyn (@acyn.bsky.social) June 30, 2025 at 1:29 AM Tillis hélt reiðilestur yfir flokkssystkinum sínum í þingsal í gær þegar hann gagnrýndi fyrirhugaðan niðurskurð á Medicaid, opinberu heilbrigðiskerfi fyrir tekjulægri einstaklinga. Yrði frumvarpið að lögum sviku repúblikanar kosningaloforð forsetans um að hann ætlaði sér ekki að svipta fólk sjúkratryggingum sínum. „Við gætum tekið okkur tíma í að gera þetta rétt,“ sagði Tillis við samherja sína. Brotthvarf Tillis úr kosningunum á næsta ári er talið auka líkurnar á því að demókratar gætu stolið því af repúblikönum verulega. Ef bæði Tillis og Rand Paul, þingmaður repúblikana frá Kentucky, greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og líklegt er talið mega repúblikanar aðeins við því að einn þingmaður til viðbótar hlaupist undan merkjum. Skera niður græna orku og vísindi en aukið fé í brottvísanir Fleira er umdeilt í frumvarpinu. Bæði Viðskiptaráð Bandaríkjanna og hagsmunasamtök sólarorkuiðnaðarins hafa gagnrýnt harðlega ákvæði frumvarpsins um skatta á vind- og sólarorkuver sem bætast ofan á niðurskurði á ívilnunum til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Elon Musk, fyrrverandi bandamaður forsetans og ríkasti maður í heimi, kallaði frumvarpið „algerlega sturlað og skaðlegt“. Niðurgreiðslur á úreltum iðnaði samhliða skaðlegum aðgerðum fyrir iðnað framtíðarinnar ætti eftir að kosta milljónir starfa í Bandaríkjunum. Þá færði frumvarpið Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE) stórauknar fjárheimildir upp á hundruð milljarða dollara til þess að framfylgja stefnu forsetans um fjöldabrottvísanir útlendinga. Útsendarar stofnunarinnar hafa farið um grímuklæddir og óauðkenndir og numið fólk á brott af götum úti. Gríðarlegan niðurskurð í öllu vísindastarfi, hvort sem það er í heilbrigðisvísindum eða hjá geimferðastofnuninni NASA, er einnig að finna í stóra frumvarpinu sem telur hátt í þúsund blaðsíður. Allir þingmenn demókrata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en þeir hafa meðal annars kallað það ábyrgðarlaust og hættulegt. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Atkvæðagreiðslur um aragrúa breytingatillagna við frumvarpið sem gengur undir heitinu „Eitt stórt fallegt frumvarp“ fara fram í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Það felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dollara skattalækkanir að tillögu Bandaríkjaforseta. Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings áætlar að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dollara á þessum áratug. Niðurskurður til heilbrigðismála leiði til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Þrátt fyrir að repúblikanar fari með meirihluta í öldungadeildinni eru örlög frumvarpsins óljós. Forysta Repúblikanaflokksins þurfti að tjalda töluverðu til að fá nægilega marga þingmenn sína til þess að greiða atkvæði með því að frumvarpið yrði tekið til efnismeðferðar um helgina. Eins og svo oft áður reynist repúblikönum erfitt að sætta harðlínumenn og þá þingmenn flokksins sem þurfa að áhyggjur af því að ná endurkjöri í svonefndum sveifluríkjum.AP/J. Scott Applewhite Bæði harðlínumenn og hófsamari repúblikanar eru ósáttir við hluta frumvarpsins og gætu komið í veg fyrir að það nái fram að ganga. Harðlínumenn telja ekki nógu langt gengið í að draga úr ríkisútgjöldum með frumvarpinu en hófsamari repúblikanar óttast að svo blóðugur niðurskurður í heilbrigðiskerfinu eigi eftir að koma niður á flokknum kosningum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Sviku kosningaloforð forsetans Repúblikanar hafa þegar orðið fyrir blóðtöku við að reyna að koma frumvarpinu í gegn. Thom Tillis, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Norður-Karólínu, tilkynnti að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári eftir að forsetinn veittist að honum á samfélagsmiðlum fyrir að styðja ekki frumvarpið. Tillis: What do I tell 663,000 people in two years, three years, when President Trump breaks his promise by pushing them off of medicaid because the funding's not there anymore, guys? [image or embed]— Acyn (@acyn.bsky.social) June 30, 2025 at 1:29 AM Tillis hélt reiðilestur yfir flokkssystkinum sínum í þingsal í gær þegar hann gagnrýndi fyrirhugaðan niðurskurð á Medicaid, opinberu heilbrigðiskerfi fyrir tekjulægri einstaklinga. Yrði frumvarpið að lögum sviku repúblikanar kosningaloforð forsetans um að hann ætlaði sér ekki að svipta fólk sjúkratryggingum sínum. „Við gætum tekið okkur tíma í að gera þetta rétt,“ sagði Tillis við samherja sína. Brotthvarf Tillis úr kosningunum á næsta ári er talið auka líkurnar á því að demókratar gætu stolið því af repúblikönum verulega. Ef bæði Tillis og Rand Paul, þingmaður repúblikana frá Kentucky, greiða atkvæði gegn frumvarpinu eins og líklegt er talið mega repúblikanar aðeins við því að einn þingmaður til viðbótar hlaupist undan merkjum. Skera niður græna orku og vísindi en aukið fé í brottvísanir Fleira er umdeilt í frumvarpinu. Bæði Viðskiptaráð Bandaríkjanna og hagsmunasamtök sólarorkuiðnaðarins hafa gagnrýnt harðlega ákvæði frumvarpsins um skatta á vind- og sólarorkuver sem bætast ofan á niðurskurði á ívilnunum til endurnýjanlegrar orkuframleiðslu. Elon Musk, fyrrverandi bandamaður forsetans og ríkasti maður í heimi, kallaði frumvarpið „algerlega sturlað og skaðlegt“. Niðurgreiðslur á úreltum iðnaði samhliða skaðlegum aðgerðum fyrir iðnað framtíðarinnar ætti eftir að kosta milljónir starfa í Bandaríkjunum. Þá færði frumvarpið Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE) stórauknar fjárheimildir upp á hundruð milljarða dollara til þess að framfylgja stefnu forsetans um fjöldabrottvísanir útlendinga. Útsendarar stofnunarinnar hafa farið um grímuklæddir og óauðkenndir og numið fólk á brott af götum úti. Gríðarlegan niðurskurð í öllu vísindastarfi, hvort sem það er í heilbrigðisvísindum eða hjá geimferðastofnuninni NASA, er einnig að finna í stóra frumvarpinu sem telur hátt í þúsund blaðsíður. Allir þingmenn demókrata ætla að greiða atkvæði gegn frumvarpinu en þeir hafa meðal annars kallað það ábyrgðarlaust og hættulegt.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Þó fulltrúadeild Bandaríkjaþings hafi nýverið samþykkt, með mjög naumum meirihluta, hið „stóra og fallega“ fjárlagafrumvarp sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, studdi, er framtíð þess þó enn óljós. Það tók miklar samningaviðræður innan þingflokks Repúblikanaflokksins að ná frumvarpinu í gegn, seint um nóttu, en nú hefur Trump gefið öldungadeildarþingmönnum grænt ljós á að gera miklar breytingar á frumvarpinu. 26. maí 2025 16:27