Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 1. júlí 2025 07:30 Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Björk Óskarsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Löngu tímabært réttlætismál er loks að verða að veruleika. Eftir margra ára baráttu er frumvarp Ingu Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra um að lífeyrir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu á lokametrunum í afgreiðslu Alþingis. Þetta er stórt framfaraskref fyrir tugþúsundir öryrkja og eldri borgara sem um árabil hafa horft upp á kjör sín dragast aftur úr launaþróun í samfélaginu. Loks munu öryrkjar og eldri borgarar fá ígildi þess að sitja við kjarasamningsborðið. Samkvæmt 62. gr. laga um almannatryggingar skal örorkulífeyrir og ellilífeyrir breytast árlega í fjárlögum með hliðsjón af launaþróun en þó aldrei minna en sem nemur vísitölu neysluverðs. Þrátt fyrir skýrt orðalag hefur framkvæmdin verið á annan veg. Í raun hefur meginreglan verið að miða við vísitölu neysluverðs jafnvel þótt launavísitala hækkaði mun meira. Kjaragliðnunin hefur aukist Þetta hefur leitt til verulegrar kjaragliðnunar. Sem dæmi vantaði árið 2022 tæplega 71 þúsund krónur í mánaðarlega fjárhæð örorkulífeyris vegna þess að ekki var miðað við almenna launaþróun. Þetta bil hefur aðeins breikkað síðan þá. Á þessu ári er bilið á milli grunnlífeyris og lægstu launa rúmlega hundrað þúsund krónur. Nú er loksins komin ríkisstjórn sem ætlar að leiðrétta þetta ranglæti. Frumvarp Ingu Sæland, sem kemur vonandi til loka afgreiðslu á næstu dögum, mun tryggja að framvegis verði ekki hægt að túlka lögin þannig að lífeyrisþegar dragist aftur úr launaþróun. Með þessari breytingu munu ráðstöfunartekjur öryrkja og eldri borgara fylgja launaþróun í samfélaginu eins og upphaflega var ætlunin þegar reglan var sett árið 1997. Einhverjir gárungar í stjórnarandstöðunni hafa reynt að finna þessu máli allt til foráttu. Sem betur fer er hins vegar tekin við samhent ríkisstjórn sem vinnur í þágu almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Með því að tryggja að lífeyrir almannatrygginga fylgi launavísitölu stígum við mikilvægt skref í átt að réttlátara samfélagi þar sem allir fá notið framfara og kaupmáttaraukningar. Loksins fá þeir sem minnst hafa umtalsverða leiðréttingu á kjörum sínum sem beðið hefur verið eftir allt of lengi. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun