„Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Agnar Már Másson skrifar 1. júlí 2025 11:51 Af þéttsetnum íbúafundi Þingeyringar í gær, mánufag, vegna áforma Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Félagsheimilið Þingeyri Þingeyringar fundu ekki fyrir miklum skilningi á íbúafundi Arctic Fish að mati formanns íbúasamtaka Þingeyringa, sem segist ekki hafa fengið skýr svör um hvers vegna fyrirtækið hyggst færa fóðurstöð sína frá Þingeyri til Ísafjarðar, en með henni flytjast níu störf frá Þingeyri. Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“ Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fullt var út úr dyrum á íbúafundi í félagsheimilinu á Þingeyri í gærkvöldi vegna ákvörðunar Arctic Fish að leggja niður fóðurstöðina á Þingeyri. Að sögn staðarmiðlisins Bæjarins besta kom fram á fundinum að breytingin yrði 1. nóvember 2025. Fram að þessu hefur vaxtarmiðstöðin verið til húsa í Blábankanum á Þingeyri og þar starfa nú níu manns. Að sögn Arctic Fish var öllu starfsfólki boðið að halda starfi sínu á nýjum stað auk þess sem boðið væri upp á ferðir á vinnutíma fyrir starfsfólk, en tilfærslan fer þó fyrir brjóstið á Þingeyringum enda er fá störf að finna á Þingeyri. Af fundinum í gær.Félagsheimilið Þingeyri „Það skiptir miklu máli að hafa samfélagið með sér fyrir svona fyrirtæki sem er að festa sig í sessi og ætlar vonandi að koma hér um ókomna framtíð,“ segir Guðrún Steinþórsdóttir, formaður íbúasamtakanna Átaks, sem er hverfisráð Þingeyringa innan Ísafjarðarbæjar og í raun síðustu leifar af fyrrum stjórnsýslunni á Þingeyri frá sameiningunni við Ísafjarðarbæ árið 1996. Hún bendir á að fiskeldisfyrirtækinu hafi verið tekið opnum örmum þegar það kom til Vestfjarða enda hafi fiskeldið skapað störf í annars brothættum byggðum fyrir vestan sem voru að rísa upp úr öldudal eftir að togararnir hurfu. „Hér var bara ekkert að ske,“ segir hún. „Fólki sárnar þetta, eðlilega. Það er búið að taka svona fyrirtækjum opnum örmum og bjóða þau velkomna. Þetta var ótrúleg breyting á þessu litla samfélagi þegar atvinnulífið tók við sér.“ Af fundinum í gær. Guðrún hefur eftir Daníel Jakobssyni, forstjóra Arctic fish, sem mun hafa sagt á íbúafundinum að fyrirtækið hafi skapað 29 störf á Þingeyri. En nú flyst þriðjungur þeirra starfa að óbreyttu til Ísafjarðarbæjar. „Þetta eru fjörutíu mínútur hér á milli,“ segir hún um fjarlægðina milli Ísafjarðarbæjar og Þingeyrar. Hún nefnir að alvarlegustu afleiðingarnar af flutningnum séu að tveir sjúkraflutningamenn á Þingeyri verði nú starfandi í Ísafjarðarbæ. „Og svo eru þetta bara ekki svo mörg störf hér á Þingeyri, hver og einn skiptir rosalega miklu máli.“ Guðrún segir að fjöldi fólks hafi lýst áhyggjum sínum, en sennilega fyrir daufum eyrum forsvarsmanna Arctic Fish, sem hafi lýst því yfir fyrir fundinn að ákvörðunin væri komin til að vera. „En vonandi, þegar hann sá hvað þetta hafði mikil áhrif á samfélagið, var fólk miður sín yfir þessu og það var fullt út úr dyrum. Ég held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir hún. „Fólk er bara miður sín yfir þessu.“ Guðrún hefði viljað sjá sterkari viðbrögð frá bæjaryfirvöldum. „Bæjarstjórinn sagði jú í gær að hún styddi við sitt fólk og óskaði eftir því við Daníel að fara í einhverjar viðræður um þetta mál, sem ég vona að verði. En vissulega hefði ég viljað sjá Ísafjarðarbæ standa með okkur.“
Ísafjarðarbær Fiskeldi Byggðamál Sjókvíaeldi Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira