Innlent

Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um störf Alþingis en þar er enn tekist á um breytingar á veiðigjöldum. 

Við segjum líka frá nýrri Maskínukönnun sem bendir til þess að kjósendum þyki ekki mikið til málþófsins koma, en stjórnarandstöðuflokkarnir fá ekki góða útreið í könnuninni en þar voru þátttakendur spurðir út í hversu vel eða illa þeim þykja flokkarnir hafa staðið sig á þessu þingi. Við ræðum við stjórnmálafræðing um ástandið á þingi.

Einnig verður rætt við stjórnarformann RÚV sem vill að útvarpsstjóri styðji tillögu um að vísa Ísraelum úr Eurovision, komi slík tillaga fram á aðalfundi EBU sem er framundan. 

Að auki verður rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem situr nú ráðstefnu um þróunarmál og skuldavanda fátækustu ríkja heims á Spáni. 

Í íþróttapakka dagsins hitum við áfram upp fyrir EM í fótbolta, en stelpurnar okkar hefja leik á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×