„Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. júlí 2025 11:53 Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. vísir/samsett Málþóf um veiðigjaldafrumvarpið er komið út fyrir öll mörk, segir prófessor við Háskólann á Akureyri, sem tengir óánægju með stjórnarandstöðuna við stöðuna á Alþingi. Það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef ekki tekst að afgreiða veiðigjaldafrumvarpið. Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór. Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira
Rætt var um veiðigjöld á Alþingi til klukkan hálf þrjú í nótt og umræða hófst um málið að nýju í morgun. Alls hefur málið verið rætt í yfir hundrað klukkustundir og er umræðan orðin sú þriðja lengsta frá því að Alþingi var sameinað í eina málstofu fyrir þrjátíu og fjórum árum, á eftir Icesave og þriðja orkupakkanum. Samkvæmt nýrri könnun Maskínu mælist ekki mikil ánægja með frammistöðu stjórnarandstöðunnar. Um tveir þriðju sverenda, eða á bilinu 62 til 64 prósent, telja Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Framsókn hafa staðið sig illa. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, telur nærtækast að tengja óánægjuna við það sem hann lýsir sem málþóf á Alþingi. „Það verður ekki séð að það sé neitt sérstakt annað sem ætti að hafa komið til sem hefur áhrif á þessa skoðun kjósenda. Þetta er ansi hátt hlutfall sem finnst stjórnarandstaðan hafa staðið sig illa.“ Í síðustu viku birti Maskína könnun sem benti einmitt til þess að svarendum mislíkaði málþóf. Um sextíu prósent sögðust vilja að þingið tæki upp reglur sem komi í veg fyrir það. „Ég held að það sé alveg vert að skoða hvort það sé hægt að taka upp skýrara regluverk sem takmarkar svona lagað. Þetta er komið út fyrir öll mörk,“ segir Grétar. Hann bendir á að í þingskaparlögum sé þó heimild til þess að takmarka ræðutíma en þeirri grein hefur ekki verið beitt í yfir sextíu ár. Grétar segir skiljanlegt að ekki sé gripið til slíkra örþrifaráða fyrr en allt um þrýtur. Hann telur þó ekki útilokað að það verði gert nú ef ekki fer að nást samkomulag um þinglok. „Það gæti auðvitað þýtt að andrúmsloftið yrði mjög rafmagnað næsta vetur og í framhaldinu ef það yrði gert núna, ég held að það megi alveg búast við því. Svo má ekki gleyma því að þau sem eru í stjórn núna gætu verið í stjórnarandstöðu síðar.“ Heiftarlegt áfall Stjórnarþingmenn hafa ítrekað lýst því yfir að veiðigjaldafrumvarpið verði afgreitt á vorþingi og Grétar telur ekkert annað í stöðunni fyrir ríkisstjórnina. „Ég held að það yrði heiftarlegt áfall fyrir ríkisstjórnina ef hún gerði það ekki. Þannig ég held að þau freisti þess til hins ítrasta að ná þessu fram þó þau kannski gefi eitthvað annað eftir,“ segir Grétar Þór.
Breytingar á veiðigjöldum Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Sjá meira