Magnús Þór lést við strandveiðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2025 14:11 Magnús Þór Hafsteinsson varð 61 árs í maí síðastliðnum. Alþingi Strandveiðimaðurinn sem lést þegar bátur hans sökk út af Patreksfirði í gær hét Magnús Þór Hafsteinsson og var 61 árs. Hann var fyrrverandi þingmaður og gerði út á bátnum Orminum langa AK-64 frá Patreksfirði. Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá nafni hins látna í færslu á Facebook. Magnús Þór fæddist á Akranesi í maí 1964 sonur hjónanna Hafsteins Magnússonar og Jóhönnu Kristínar Guðmundsdóttur. Magnús Þór menntaði sig sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein á Bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þar árið 1986. Magnús Þór sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn.Alþingi Hann lauk Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994. Magnús Þór starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi 1981 til 1989. Hann var rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs árin 1989 til 1997. Þá sinnti hann rannsóknum og kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994 til 1997. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi 1997 til 1999, blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV árin 1997 til 2003. Magnús Þór var formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Hann sat í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ormurinn langi sem Magnús Þór sigldi á til strandveiða.Magnús Þór Magnús Þór settist á þing árið 2003 sem þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokksins árin 2004 til 2007. Þá sat hann í sjávarútvegsnefnd 2003 til 2007 og félagsmálanefnd 2005 til 2007 auk þess að sitja í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003 til 2005. Hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum árið 2009. Hann bauð fram krafta sína á Alþingi fyrir Flokk fólksins árið 2017 en náði ekki sæti á Alþingi. Hann gegndi í framhaldinu starfi framkvæmdastjóra þingflokksins. Magnús Þór í umræðum á Alþingi árið 2006.Vísir/GVA Magnús Þór ritaði fjölda greina um málefni tengd sjávarútvegi og fleiru sem birst hafa í norskum og íslenskum fjölmiðlum. Hann sat í ritnefnd um sögu Akraness og kom að þýðingum bóka síðustu ár. Má þar nefna Lífið á jörðinni okkar eftir David Attenborough og Kúbudeiluna 1962 eftir Max Hastings auk norskra glæpasagna sem Magnús Þór snaraði yfir á íslensku. Magnús Þór kynnir þýðingu sína á bók David Attenborough á Útvarpi Sögu þar sem hann var tíður gestur. Magnús Þór hafði verið við strandveiðar á Orminum langa AK-64 undanfarnar vikur. Hann var einn um borð þegar báturinn sökk í gær. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum og er það einnig á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Magnús Þór birti þessa mynd af sér á Facebook í veiðifærabúðinni á Patreksfirði síðastliðinn föstudag.Magnús Þór Magnús Þór lætur eftir sig fjórar fullorðnar dætur. Lögreglan á Vestjörðum segir í færslu sinni að aðstandendur Magnúsar vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem að málinu komu sem og samfélagsins á Patreksfirði. „Lögreglan á Vestfjörðum vottar aðstandendum samúð og þakkar jafnframt viðbragðsaðilum, sjófarendum og öðrum sem að málinu komu kærlega fyrir. Unnið er að því að ná bátnum sem Magnús var á af sjávarbotni og stefnt er að því að flytja hann til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.“ Andlát Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Akranes Alþingi Tengdar fréttir Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06 Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lögreglan á Vestfjörðum greinir frá nafni hins látna í færslu á Facebook. Magnús Þór fæddist á Akranesi í maí 1964 sonur hjónanna Hafsteins Magnússonar og Jóhönnu Kristínar Guðmundsdóttur. Magnús Þór menntaði sig sem búfræðingur með fiskeldi sem sérgrein á Bændaskólanum á Hólum og útskrifaðist þar árið 1986. Magnús Þór sat á Alþingi fyrir Frjálslynda flokkinn.Alþingi Hann lauk Cand. mag.-próf í fiskeldis- og rekstrarfræðum frá Héraðsháskóla Sogns og Firðafylkis í Noregi 1991. Cand. scient.-próf í fiskifræði frá Háskólanum í Björgvin 1994. Magnús Þór starfaði við landbúnað, fiskvinnslu, sjómennsku og fiskeldi 1981 til 1989. Hann var rannsóknamaður við Veiðimálastofnun og hafrannsóknastofnanir Íslands og Noregs árin 1989 til 1997. Þá sinnti hann rannsóknum og kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö 1994 til 1997. Hann var fréttaritari Ríkisútvarpsins í Noregi 1997 til 1999, blaðamaður hjá norska sjávarútvegsblaðinu Fiskaren og fréttamaður í sjónvarpi og útvarpi hjá RÚV árin 1997 til 2003. Magnús Þór var formaður menningar- og safnanefndar Akraness og félagsmálaráðs Akraness. Hann sat í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ormurinn langi sem Magnús Þór sigldi á til strandveiða.Magnús Þór Magnús Þór settist á þing árið 2003 sem þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurkjördæmi. Hann var formaður þingflokksins árin 2004 til 2007. Þá sat hann í sjávarútvegsnefnd 2003 til 2007 og félagsmálanefnd 2005 til 2007 auk þess að sitja í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2003 til 2005. Hann sagði sig úr Frjálslynda flokknum árið 2009. Hann bauð fram krafta sína á Alþingi fyrir Flokk fólksins árið 2017 en náði ekki sæti á Alþingi. Hann gegndi í framhaldinu starfi framkvæmdastjóra þingflokksins. Magnús Þór í umræðum á Alþingi árið 2006.Vísir/GVA Magnús Þór ritaði fjölda greina um málefni tengd sjávarútvegi og fleiru sem birst hafa í norskum og íslenskum fjölmiðlum. Hann sat í ritnefnd um sögu Akraness og kom að þýðingum bóka síðustu ár. Má þar nefna Lífið á jörðinni okkar eftir David Attenborough og Kúbudeiluna 1962 eftir Max Hastings auk norskra glæpasagna sem Magnús Þór snaraði yfir á íslensku. Magnús Þór kynnir þýðingu sína á bók David Attenborough á Útvarpi Sögu þar sem hann var tíður gestur. Magnús Þór hafði verið við strandveiðar á Orminum langa AK-64 undanfarnar vikur. Hann var einn um borð þegar báturinn sökk í gær. Málið er til rannsóknar hjá Lögreglunni á Vestfjörðum og er það einnig á borði Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Magnús Þór birti þessa mynd af sér á Facebook í veiðifærabúðinni á Patreksfirði síðastliðinn föstudag.Magnús Þór Magnús Þór lætur eftir sig fjórar fullorðnar dætur. Lögreglan á Vestjörðum segir í færslu sinni að aðstandendur Magnúsar vilji koma á framfæri þakklæti til allra þeirra aðila sem að málinu komu sem og samfélagsins á Patreksfirði. „Lögreglan á Vestfjörðum vottar aðstandendum samúð og þakkar jafnframt viðbragðsaðilum, sjófarendum og öðrum sem að málinu komu kærlega fyrir. Unnið er að því að ná bátnum sem Magnús var á af sjávarbotni og stefnt er að því að flytja hann til Reykjavíkur til frekari rannsóknar.“
Andlát Vesturbyggð Strandveiðar Samgönguslys Akranes Alþingi Tengdar fréttir Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06 Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. 30. júní 2025 17:06
Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. 30. júní 2025 12:00