„Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. júlí 2025 07:50 Erling Freyr hjá atNorth segir þróun gervigreindar hafa orðið til þess að flýta mjög uppbyggingu gagnavera. Vísir/Margrét Helga Stækkun og fjárfesting gagnaversfyrirtækisins atNorth í veri sínu við rætur Hlíðarfjalls á Akureyri hljóðar upp á sextán milljarða og hyggur fyrirtækið enn meiri fjárfestingu. Kuldinn í norðrinu nýtist einstaklega vel til að kæla búnaðinn en af kuldanum eigum við Íslendingar nóg af. AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“ Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
AtNorth rekur nú ellefu gagnaver á Norðurlöndunum, þar af þrjú á Íslandi; í Reykjavík, Keflavík og á Akureyri. Fyrirtækið býður meðal annars upp á sérhæfðar lausnir fyrir gagnaúrvinnslu og gervigreind. Fyrirtækið hefur markað sér sterka stöðu á ört vaxandi markaði en gervigreind kallar á sífellt meiri útreikninga og afkastagetu. AtNorth stendur í meiriháttar framkvæmdum við rætur Hlíðarfjalls og enn meiri fjárfesting er fyrirhuguð líkt og Erling Freyr Guðmundsson framkvæmdastjóri rekstrar hjá atNorth sagði okkur frá. „Við erum að stækka um tvö hús og þetta eru miklar framkvæmdir. Hér eru um 150 manns að vinna daglega að stækkun upp á 16 milljarða og þetta er fyrir kúnna bæði íslenska og alþjóðlega sem eru komnir inn í gagnaverið. Gervigreind hjálpar þessum hraða, það gerist allt á miklum hraða í gervigreindinni og það þarf að byggja gagnaverin hratt.“ Staðsetning gagnaversins er engin tilviljun en kuldinn þykir ákjósanlegur fyrir starfsemi sem þessa. „Það er ódýrara og þá þarf að nota þá minna rafmagn. Það er umhverfisvænna að vera í köldu umhverfi því þá þarf minna rafmagn til að kæla tölvurnar.“ AtNorth á Akureyri hafa síðustu mánuði ráðið til sín 25 starfsmenn en stefna síðan að því að ráða aðra 25 starfsmenn á innan við ári. „Það eru svo verðmæt störf að myndast. Við erum að ráða vélvirkja, kerfisfræðinga, fólk með kæliþekkingu, rafeindavirkja, rafvirkja, lágspennu, háspennu, verkfræðinga, það er öll flóran að fá vinnu hérna.“ Nú er farið af stað gervigreindarkapphlaup í heiminum og eftirspurnin eftir gagnaverum eykst og eykst. „Núna erum við að hittast klukkan tvö í dag“, segir Erling og beinir orðum sínum til fréttamanns. „Ég veit ekki hvort þú áttir þig á því að þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400, jafnvel 500 sinnum síðan í morgun. Þú bara veist ekki af því. Allt sem þú ert að gera á símanum og allt sem þú ert að gera, þetta fer allt í gagnaver.“ Fréttastofa vildi fá að mynda inni í verinu sjálfu en svarið var þvert nei, enda eru öryggiskröfurnar gríðarlegar og gögnin sem eru pössuð þar inni viðkvæm. „Öll gögn erum með sólarhringsvöktun, þú þarft að fara í gegnum ferli til að komst inn, við tökum af þér vegabréfið en þetta eru stífir ferlar til að komast inn.“
Orkumál Umhverfismál Tækni Gervigreind Akureyri Tengdar fréttir Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07 Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30 Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Hjördís Þórhallsdóttir hefur verið ráðin í starf þjónustustjóra hátæknigagnavers atNorth á Akureyri og mun hún hefja störf í næsta mánuði. 22. maí 2025 10:07
Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Donald Trump hefur tilkynnt um stofnun Stargate, nýs bandarísks fyrirtækis, sem er samstarfsverkefni fyrirtækjanna OpenAI, Softbank og Oracle, og áform þeirra um stórfellda uppbyggingu gagnavera fyrir gervigreind. Stefnt er að fjárfestingu upp á að minnsta kosti 500 milljarða bandaríkjadollara, sem samsvarar um 70 billjónum íslenskra króna. 21. janúar 2025 23:30
Byggja „risagagnaver“ : Endurnýta varma í upphitun húsa og gróðurhúsa Gagnavers- og ofurtölvufyrirtækið atNorth hyggst byggja sitt stærsta gagnaver til þessa í bænum Ølgod í Varde á Vestur Jótlandi í Danmörku. Í því verður sérstök áhersla á fyrirtæki sem nota mikið magn gagna. Gert er ráð fyrir að endurnýta varma frá gagnaverinu til að hita upp hús og aðra starfsemi í nágrenni við gagnaverið. 4. september 2024 07:52