Tónlist

Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Jökull Júlíusson söngvari Kaleo en sveitin verður með tónleika í Vaglaskógi í júlí. 
Jökull Júlíusson söngvari Kaleo en sveitin verður með tónleika í Vaglaskógi í júlí.  Vísir/Viktor Freyr

Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu.

Nokkrar mínútur tók í kjõlfarið að afgreiða miðana út úr miðasõlukerfinu.

Almenn miðasala hefst síðan á hádegi á morgun, miðvikudaginn 2. júlí kl 12:00 en alls hljóðar leyfi viðburðarins upp á 5.000 manns. Aldurstakmark miðast við sextán ár nema sé í fylgd sémeð foreldrum eða fullorðnum.

Mikil eftirvænting er augljóslega eftir þessum fyrstu tónleikum stórsveitarinnar hérlendis í heilan árstug en auk KALEO koma fram á tónleikunum Hjálmar, Júníus Meyvant, Jack Magnet, Bear the Ant, Soffía Bjõrg, Sigrún Stella, Svavar Knútur o.fl.

Kynnar verða Hraðfréttamenirnir ástsælu þeir Benedikt Valsson og Fannar Sveinsson. Nánari upplýsingar má finna hér






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.