„Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. júlí 2025 18:51 Þingflokksformaður repúblikana í öldungadeildinni John Thune fyrir miðju. AP/J. Scott Applewhite „Stóra og fallega frumvarpið“ er skrefi nær því að verða að lögum eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings greiddi atkvæði með því. Frumvarpið felur í sér stórfelldan niðurskurð á útgjöldum alríkisstjórnarinnar og billjóna dala skattalækkanir sem Bandaríkjaforseti hefur bundið miklar vonir við. Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Enn er þó ekki ljóst hvort fulltrúadeild þingsins samþykki þær breytingar sem gerðar voru á frumvarpinu í meðferð öldungadeildarinnar. Í fulltrúadeildinni voru fyrstu drög að frumvarpinu samþykkt með eins atkvæðis meirihluta. Þó Repúblikanaflokkurinn búi yfir meirihluta í báðum deildum þurfti forysta flokksins að hafa talsvert fyrir því að fá frumvarpið í gegn. Róttækur niðurskurður samhliða umfangsmiklum skattalækkunum Harðlínu- og hófsamari repúblikanar hafa lýst yfir óánægju með liði frumvarpsins. Til eru þeir sem telja frumvarpið ekki ganga nógu langt í yfirlýstum markmiðum sínum um skattalækkanir og niðurskurðarstefnu, það þrátt fyrir að niðurskurður í heilbrigðismálum muni leiða til þess að hátt í tólf milljónir landsmanna til viðbótar verði án sjúkratrygginga en ella árið 2034. Á sama tíma áætlar fjárlagaskrifstofa Bandaríkjaþings að frumvarpið auki fjárlagahalla ríkisins um 3,3 billjónir dala á þessum áratug. Það eru íslenskar billjónir, milljón milljónir og samsvarar tæplega 400 billjónum íslenskra króna. Innan flokksins eru jafnframt þingmenn repúblikana úr fylkjum sem þykja höll undir Demókrataflokkinn sem yrðu ekki vinsælir heima fyrir ef þeir mótmæltu ekki umdeildum skattalækkunum. Bandaríkjaforseti hefur gefið flokksbræðrum sínum frest til þjóðhátíðardagsins 4. júlí að samþykkja frumvarpið. Teflt á tæpasta vaði Niðurstaða öldungadeildarinnar lá fyrir um hádegisbilið að staðartíma en J.D. Vance varaforseti greiddi úrslitaatkvæðið. Þrír öldungadeildarþingmenn repúblikana greiddu atkvæði gegn frumvarpinu. Forseti öldungadeildarinnar og þingflokkur repúblikana gáfu út yfirlýsingu að atkvæðagreiðslunni lokinni. „Repúblikanar voru kjörnir til að gera nákvæmlega það sem frumvarpið felur í sér: tryggja landamæravörslu, gera skattalækkanir varanlegar, stuðla að orkuyfirburðum Bandaríkjanna, endurreisa frið með styrk, draga úr sóun opinbers fjár og færa stjórn landsins aftur til þeirra sem setja Bandaríkjamenn í fyrsta sæti. Þetta frumvarp er stefna Trump forseta og við erum að lögfesta hana,“ er haft eftir Mike Johnson forseta öldungadeildarinnar. Trump hefur lofað því að frumvarpið verði að lögum fyrir þjóðhátíðardaginn fjórða júlí.AP/Mark Schiefelbein Frumvarpið fer nú fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings þar sem það mun eiga erfitt uppdráttar. Málið verður tekið fyrir á miðvikudaginn og búist er við því að það mæti þar harðri mótspyrnu. Demókratar eru einróma í andstöðu sinni og hætt er að hófsamari repúblikanar svíki lit. Repúblikanar hafa aðeins efni á að þrír úr þeirra röðum greiði atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist vilja ná frumvarpinu í gegnum fulltrúadeildina sem allra fyrst svo hægt verði að lögfesta það á föstudaginn sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjamanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50