Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Árni Sæberg skrifar 2. júlí 2025 11:57 Lögreglustjórinn krafðist þess að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi þangað til að unnt verður að reyna aftur að flytja hann til Grikklands. Vísir/Vilhelm Hælisleitandi sem til stóð að vísa úr landi árið 2022 lét ekki ná í sig fyrr en í júní þessa árs, þegar hann var handtekinn. Þegar til stóð að fylgja honum úr landi fleygði hann sér niður stiga á millilendingarstað, með þeim afleiðingum að honum var fylgt aftur til Íslands. Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16. Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Þetta kemur fram í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 27. júní og staðfestur af Landsrétti í gær. Þar segir að Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, sem gerði kröfu um gæsluvarðhald yfir manninum, hefði í greinargerð lýst atvikum sem svo að maðurinn hefði lagt fram umsókn um alþjóðlega vernd hér á landi þann 2. mars 2022. Með ákvörðun Útlendingastofnunar, dagsettri þann 23. maí 2022, hefði verið hafnað að taka umsókn mannsins til efnismeðferðar þar sem hann hefur þegar hlotið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Ákvörðun Útlendingastofnunnar hefði verið staðfest af Kærunefnd útlendingamála með úrskurði nefndarinnar þann 15. ágúst 2022. Lét ekki ná í sig Heimferða-og fylgdadeild ríkislögreglustjóra hefði borist beiðni frá Útlendingastofnun, þann 29. ágúst 2022, um að framkvæma ákvörðun stofnunarinnar um að flytja manninn til Grikklands. Þann 14. september 2022 hefði lögregla hitt manninn á dvalarstað og hann verið upplýstur um að honum yrði fylgt til Grikklands á næstu tveimur vikum. Þegar hefði komið að því að fylgja honum til Grikklands hefði hann yfirgefið dvalarstað sinn og ekki látið ná í sig og hann hefði þá verið eftirlýstur af lögreglu. Þann 11. júní þessa árs hefði maðurinn verið handtekinn vegna eftirlýsingar lögreglu og honum birt ákvörðun um tilkynningaskyldu alla virka daga í 28 daga, sem hann hefði sinnt. Þann 24. júní hefði maðurinn verið handtekinn vegna fyrirhugaðrar fylgdar til Grikklands þann 25. júní síðastliðinn. Of veikur en kvartaði ekki eftir að flutningi var frestað Ferðin hefði hafist með flugi til ótilgreinds staðar, þar sem millilent hefði verið á leið til lokaáfangastaðar. Þegar þangað var komið hefði maðurinn neitað að fara um borð í seinna flugið og sagst vera of veikur. Þannig hefði hann gert lögreglu ómögulegt annað en að bíða með fylgdina. Því hefði verið ákveðið að bíða þar sem millilent var og reyna aftur daginn eftir. „Varnaraðili kvartaði ekki undan veikindum eftir að fylgdinni var slegið á frest. Kom varnaraðili sér aftur hjá því að fara um borð í vélina daginn eftir með því að láta sig falla niður stiga á flugvellinum sem leiddi til þess að ekki var hægt að framkvæma fylgd.“ Því hefði verið ákveðið að snúa aftur til íslands með manninn, þar sem hann hefði verið handtekinn og færður í fangaklefa. Sanngjörn ráðstöfun Í niðurstöðukafla úrskurðarins segir að samkvæmt því sem fram komi í greinargerð með kröfu lögreglustjóra og fyrirliggjandi gögnum liggi fyrir ákvörðun íslenskra stjórnvalda um brottvísun mannsin frá landinu, sem unnið sé að framkvæmd á. Því verði á það fallist með lögreglustjóra að uppfyllt séu skilyrði laga um útlendinga fyrir því að manninum verði gert að sæta gæsluvarðhaldi og að önnur og vægari úrræði séu eins og hér stendur á ekki tæk. Þá þyki eins og atvikum er háttað ekki vera um ósanngjarna ráðstöfun að ræða. Maðurinn sæti því gæsluvarðhaldi en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. júlí klukkan 16.
Hælisleitendur Lögreglumál Grikkland Dómsmál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent