Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Jón Þór Stefánsson skrifar 2. júlí 2025 14:24 Sean „Diddy“ Combs í dómsal. AP Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð. Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Combs var ákærður fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fyrir að standa að fólksflutningum vegna vændis. Hann neitaði alfarið sök en gaf ekki skýrslu fyrir dómi. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru meðal annars sögð beinast að Casöndru Ventura, tónlistarkonu og fyrrverandi kærustu Combs. Réttarhöldin í málinu stóðu yfir í tvo mánuði og báru 34 manns vitni. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið sannað að Combs hefði gerst sekur um skipulagða glæpastarfsemi, né fyrir mansal. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir tvo ákæurliði, sem vörðuðu það að standa að fólksflutningum vegna vændis. Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur Það tók kviðdóminn þrettán klukkustundir að komast að þessari niðurstöðu. Dómari á eftir að ákveða um refsingu Combs. New York Times lýsir því hvernig Combs brást við upplestri kviðdómsins. Hann mun hafa snúið sér að fjölskyldu sinni og lagt lófa sína saman, í bænastellingu. Síðan hafi hann steytt hægri hnefa sinn upp í loft. Á meðan meðlimir kviðdómsins staðfestu að þeir væru sammála þessari niðurstöðu hafi Combs kinkað kolli. Síðan hafi hann aftur lagt lófa sína saman og sagt við kviðdóminn: „Takk fyrir, takk fyrir.“ Í kjölfar þess að niðurstaða kviðdómsins hefur legið fyrir hafa ákæruvaldið og verjandi Combs deilt um hvort rétt sé að sleppa honum úr haldi eða ekki. Dómarinn sagðist þurfa umhugsunarfrest varðandi það. Að mati ákæruvaldsins á Combs tuttugu ára fangelsisvist yfir höfði sér, en að sögn saksóknara verðskulda ákæruliðirnir sem hann var sakfelldur fyrir hvor um sig tíu ára fangelsisrefsingu. Fréttin hefur verðið uppfærð.
Niðurstaða kviðdómsins Skipulögð glæpastarfsemi: Saklaus Mansal tengt Casöndru Ventura: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi Ventura og annarra: Sekur Mansal tengt annarri óþekktri konu: Saklaus Fólksflutningar vegna vændistarfsemi þessarar óþekktu konu og annarra: Sekur
Mál Sean „Diddy“ Combs Bandaríkin Erlend sakamál Hollywood Tengdar fréttir Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46 Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Kviðdómur í réttarhöldum yfir tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, betur þekktum sem P. Diddy, hefur komist að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða. 1. júlí 2025 21:46
Sagði Diddy hafa nauðgað sér Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi. 30. maí 2025 11:01
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ 27. júní 2025 07:09