Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Kjartan Kjartansson skrifar 4. júlí 2025 09:01 Skjáskot af færslu sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti á samfélagsmiðlum í gærmorgun. Vísir Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira
Sendiráðið birti fjórar færslur á jafnmörgum mínútum á miðvikudagsmorgni með áróðri um að Evrópuríki þyrftu að herða tökin á landamærum sínum vegna hættu á að hælisleitendur og útlendingar gætu framið hryðjuverk. Sambærilegar færslur birtust á Facebook-síðum bandarísku sendiráðanna í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. „Hryðjuverk þurfa ekki boðskort, þau þurfa glufu. Fjöldafólksflutningar leyfa ofbeldisfullum öfgamönnum að notfæra sér veikleika. Ef Evrópa vill stoppa næstu árás verður hún að gæta dyranna og hindra að hryðjuverkamenn gangi inn um þær,“ sagði í fyrstu færslunni. Í næstu tveimur færslum var annars vegar vísað til fyrirhugaðrar hryðjuverkaárásar sem var stöðvuð í Austurríki fyrir tveimur árum og mannskæðrar stunguárásar andlega veiks Afgana sem var neitað um hæli í Þýskalandi í janúar. „Hryðjuverkamenn þurfa ekki vegabréfsáritun þegar landamærin eru galopin,“ sagði í síðustu færslunni sem endurómar málflutning ýmissa evrópskra fjarhægriflokka. „Fjarlægið hælisleitendur sem hafa fengið synjun strax, áður en eitthvað gerist,“ sagði í annarri færslu. Skjáskot af einni færslu bandaríska sendiráðsins í gær.Skjáskot Ekki eru önnur dæmi um færslur af þessum toga á Facebook-síðu sendiráðsins, að minnsta kosti síðasta hálfa árið. Flestar færslur þar fjalla ýmist um verkefni sem sendiráðið hefur aðkomu að eins og Fulbright-styrkjum, opnunartíma sendiráðsins og ýmsa hátíðisdaga eða viðburði. Vísir sendi sendiráðinu fyrirspurn um færslurnar á íslensku í dag, meðal annars um hvort að starfsmenn sendiráðsins hér hefðu samið þær, hvort sendiráðið teldi að ógn stafaði af hælisleitendum og innflytjendum á Íslandi og hvort það byggðist á nýjum eða ákveðnum leyniþjónustuupplýsingum. Íslenskur starfsmaður þess óskaði eftir að fá spurningarnar sendar á ensku. „Við erum ekki með viðbrögð við fréttinni (e. We do not have a comment to offer for your story) ,“ sagði í svari á ensku frá Erin Concors, almannatengli sendiráðsins. Hitta leiðtoga evrópskra fjarhægriflokka Núverandi Bandaríkjaforseti, sem tók aftur við embætti í janúar, hefur boðað fjöldabrottvísanir fólks frá Bandaríkjunum. Undanfarna mánuði hafa grímuklæddir og óauðkenndir liðsmenn Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) gripið fólk á opinberum stöðum og hneppt í fangelsi. Hluti þeirra handteknu hafa verið sendir í fangabúðir í El Salvador, sumir þeirra fyrir mistök. Þá hefur alríkisstjórnin viðrað þær hugmyndir að senda útlendinga í Guantánamo-fangelsið alræmda á Kúbu þar sem Bandaríkjamenn vistuðu menn sem þeir tóku höndum í stríði sínu gegn hryðjuverkum eftir árásirnar 11. september árið 2001. Ýmsir bandarískir ráðamenn hafa undanfarna mánuði lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa evrópskra fjarhægriflokka í heimsóknum sínum yfir Atlantshafið. Þannig hitti Bandaríkjaforseti Geert Wilders, leiðtoga hollensks fjarhægriflokks, í kringum leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins í Haag í lok síðasta mánaðar. J.D. Vance, varaforseti hans, hitti leiðtoga Valkosts fyrir Þýskaland, þegar hann var á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar þrátt fyrir að sá flokkur sé útskúfaður af öðrum flokkum á þýska þinginu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hælisleitendur Sendiráð á Íslandi Utanríkismál Samfélagsmiðlar Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Sjá meira