Innlent

Stór lögregluaðgerð í Laugardal

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Svæðið hefur verið afgirt.
Svæðið hefur verið afgirt. Vísir

Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði.

Aðgerðin var á vegum lögreglunnar á Norðurlandi eystra sem naut liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra. Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi staðfestir aðkomu sérsveitarinnar að aðgerðinni. Síðustu vikur hefur lögreglan á Norðurlandi eystra ráðist í umfangsmiklar húsleitir víða um landið sem hún segist tengjast fíkniefnaframleiðslu. Fréttastofa hefur ekki fengið það staðfest að þessi aðgerð tengist því.

Lögreglumenn brutu rúðurnar á framhurðinu til að komast inn í húsið.Vísir

Ekki liggur fyrir hvort neinn hafi verið handtekinn í aðgerðinni en leitað var í húsinu og í bílskur við það.

Vettvangsstjóri vildi ekki tjá sig um eðli eða ástæðu aðgerðanna en sagði að tilkynning yrði gefin út seinna.

Garðurinn hefur verið girtur af.Vísir/Viktor

Veistu meira um málið? Býrð þú í hverfinu og varðst vitni að aðgerðinni? Endilega sendu upplýsingar eða myndefni á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×