Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 13:24 Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. „Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira
„Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Fleiri fréttir Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Sjá meira