Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 16:03 Eyjólfur Ármannsson fékk þingheim til að skella upp úr í umræðu um umferðaröryggi. Alþingi Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“ Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“
Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira