Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júlí 2025 16:03 Eyjólfur Ármannsson fékk þingheim til að skella upp úr í umræðu um umferðaröryggi. Alþingi Innviðaráðherra segir til skoðunar í ráðuneytinu hvort hjörtun í umferðaljósunum á Akureyri verði fjarlægð eins og Vegagerðin hefur óskað eftir við Akureyrarbæ. Ráðherra reyndi að mynda hjarta með fingrum sínum í pontu Alþingis en útkoman var skrautleg. Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“ Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Vegagerðin hefur óskað eftir því við skipulagsráð Akureyrarbæjar að hjörtu í umferðarljósum, sem einkennt hafa bæinn um árabil, verði fjarlægð. Stofnunin segir hjörtun ógna umferðaröryggi. Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði ráðherra út í umferðaröryggi í óundirbúinni fyrirspurn á þinginu í dag. Bæði hvort fjármunir yrðu áfram sérmerktir í þágu umferðaröryggis og vísaði til fækkunar einbreiðra brúa og uppbyggingu hringtorga sem dæmi. Umræðuna má sjá að neðan en Eyjólfur myndar hjartað eftir 6 mínútur og fjörutíu sekúndur. Fækkun einbreiðra brúa forgangsmál Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði fækkun einbreiðra brúa hafa verið forgangsmál hjá Vegagerðinni um árabil. Af þeim stafi mikil hætta eins og af hraðakstri hér á landi. „Það er átak í gangi hjá Vegagerðinni að fækka einbreiðum brúm og við höldum áfram í því bæði á hringveginum og öðrum landshlutum. Það er bara unnið eftir ákveðnu skipulagi þar varðandi útboð og annað slíkt og væri gott að geta sett enn þá meiri pening hvað það varðar. Þeim er að fækka, einbreiðu brúnum,“ sagði Eyjólfur. „Varðandi hringtorg þá er líka mikilvægt að halda áfram uppbyggingu á þeim. Ég veit um mikilvægi þess að það verði byggt hringtorg þegar komið er yfir Eyjafjörðinn, ég man ekki alveg hvað gatnamótin heita en það er gríðarlega mikilvægt að þar komi hringtorg hið fyrsta. Það eru mjög hættuleg T-gatnamót. Þetta er rétt hjá vinsælum ferðamannastað og ég vonast til þess að við getum hafið framkvæmdir þar fljótlega. Ég get ekki sagt hvaða ár það verður en fljótlega.“ Sautján ára saga hjartaljósanna Ingibjörg sagðist vel kannast við hættulegu gatnamótin við Eyjafjarðarbrautina þar sem nú sé hringtorg. „Sem er afar mikilvægt því að umferðin þar er að þyngjast mjög hratt og ég veit líka að í Hörgársveit er þörf fyrir hringtorg,“ sagði Ingibjörg og beindi svo sjónum sínum að hjörtunum í umferðarljósunum á Akureyri. „Nýverið sendi Vegagerðin erindi til Akureyrarbæjar þar sem bent var á að rauðu hjörtun í umferðarljósunum væru ekki samkvæmt reglum um umferðarmerki og umferðaröryggi. Það er auðvitað mikilvægt að við tökum öllum ábendingum um öryggi alvarlega því að ljós og merki þurfa auðvitað að vera skýr. Það sem hins vegar vekur upp spurningar er að ljósin hafa verið með þessum hætti frá árinu 2008, í 17 ár. Þau voru sett upp þegar miklir erfiðleikar voru í samfélaginu vegna fjármálahrunsins og það þótti þörf á að smita jákvæðni og bjartsýni til íbúa,“ sagði Ingibjörg. Hjörtun hefðu vakið athygli út fyrir landsteinana og skipuðu stóran sess í huga Akureyringa. Beygjuörvarnar óskýrari „Ég veit að Vegagerðinni ber auðvitað að huga að umferðaröryggi og ég hef fullan skilning á því. En maður veltir því hins vegar fyrir sér þegar verið er að bera saman hjörtun og t.d. beygjuörvarnar að þá getur það jafnvel verið svo að beygjuörvarnar séu óskýrari en hjörtun í umferðarljósunum á Akureyri.“ Spurði hún Eyjólf hver afstaða hans væri til notkunar hjartatáknmyndarinnar í umferðarljósunum. „Hvort hann telji slíkt vera jákvætt innlegg í umferðaröryggisvitund eða hvort það sé alfarið óásættanlegt. Og ef hann er jákvæður, er hann tilbúinn til að leggjast á árarnar með okkur til að halda þessu óbreyttu?“ Eyjólfur fagnaði fyrirspurninni. Hlegið á Alþingi „Þetta mál er komið á borð ráðuneytis míns og það er til skoðunar. Þetta er vegna kvartana, ég segi kvartana í fleirtölu en þær eru mjög fáar kvartanir, gæti verið í eintölu, sem þetta mál var tekið upp. Ég veit að þetta er vinsælt ferðamannatákn á Akureyri og ég veit líka að það var tekinn niður ákveðinn staður sem var mjög vinsæll til myndatöku og það hefur jafnvel leitt til þess að ferðamenn hafa verið að fara út á umferðareyjur til þess,“ sagði Eyjólfur. „En ég veit það líka að þetta hefur ekki valdið neinu slysi beinlínis að hafa þessi hjörtu og það ber náttúrlega að hafa það í huga í þessari skoðun. En mér finnst þetta mjög skemmtilegt og þakka fyrir skemmtilega fyrirspurn, við erum með þetta til skoðunar og ég geri bara svona,“ sagði Eyjólfur og myndaði hjartatákn. „Hvernig sem þetta merki er gert, svona eða svona,“ sagði Eyjólfur og merkja mátti hlátur hjá þingmönnum í salnum. „En ákvörðunin kemur í ljós seinna.“
Alþingi Umferðaröryggi Akureyri Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent