Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 18:52 Páll Vilhjálmsson, einhver frægasti bloggari landsins, hefur lengi verið í brennidepli samfélagslegrar umræðu um eldfim málefni. Vísir/Vilhelm Páll Vilhjálmsson, bloggari með meiru og fyrrverandi framhaldsskólakennari, var í dag sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur af ákæru Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Páli þann 30. október 2023, þar sem Páli var gefið að sök að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi, þ.e. með ærumeiðingum og brotum gegn friðhelgi einkalífs, með því að hafa ráðist opinberlega með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar þeirra, með tilgreindum ummælum, sem birtust á vefmiðli ákærða 13. september 2023. Var brot Páls talið varða við 233. grein almennra hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Ummælin sem tiltekin voru í kærunni eru eftirfarandi: „Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“ „Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Ringluð börn og óörugg (sic) eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.“ Í dóminum segir að í kærunni hafi ranglega verið haft eftir Páli, í pistli Páls hafi staðið „Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ en ekki „Ringluð börn og óörugg eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ Í kærunni segir að þótt Páll hefði stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana sinna og til að láta þær í ljós, eins og tiltekið er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu, þá mætti hann ekki nýta tjáningarfrelsi sitt til að níðast á réttindum annarra. Löggjöf um misrétti vegna kynhneigðar og kynvitundar væri nauðsynlega til að vernda minnihlutahópa, og andspænis tjáningarfrelsi Páls stæði réttur hinsegin fólks til að þurfa ekki að þola árásir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Vísað var til þess að sú takmörkun á tjáningarfrelsinu sem fælist í 233. grein almennra hegningarlaga, rúmaðist innan undanþágureglu 3. málsgreinar 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. 233. grein almennra hegningarlaga er svohljóðandi: Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. Ummælin lýsi ekki ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps Í niðurstöðukafla dómsins segir að með hliðsjón af sönnunargögnum málsins og að teknu tilliti til þess í hvaða samhengi Páll viðhafði ummæli sín, verði ekki séð að þau ummæli sem hann er ákærður fyrir að hafa viðhaft lýsi ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. „Þá verður sömuleiðis ekki séð að ákærði hafi með ummælum sínum dreift rógburði eða smánað hóp fólks eða Samtökin 78. Verður eigi heldur, að virtum skýringum ákærða og gögnum málsins, ekki séð að tjáning ákærða, sem hann er ákærður fyrir í málinu, feli hlutrænt séð í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í gaðr þess hóps fólks sem henni var beint að.“ „Hér er einnig til þess að líta, eins og áður segir, að ákærða var frjálst að hafa sína sannfæringu og skoðanir, sem aðrir kunna að hafa verið sammála eða ósammála. Honum var einnig frjálst að setja þær skoðanir sínar fram opinberlega, að því gefnu að gætt væri að réttindum annarra og réttmætt tillit tekið til þeirra.“ „Verður ekki annað séð en að svo hafi verið gert í þessu máli, jafnvel þótt ákærði hafi kveðið fast að orði.“ Var Páll því af öllu sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu, og skal allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarslaun skipaðs verjanda ákærða, 1.488.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Verjandi Páls var Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður. Dómurinn í heild sinni: Endurit_dómsPDF791KBSækja skjal Tjáningarfrelsi Dómsmál Hinsegin Tengdar fréttir Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Samtökin 78 lögðu fram kæru á hendur Páli þann 30. október 2023, þar sem Páli var gefið að sök að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi, þ.e. með ærumeiðingum og brotum gegn friðhelgi einkalífs, með því að hafa ráðist opinberlega með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna kynhneigðar og/eða kynvitundar þeirra, með tilgreindum ummælum, sem birtust á vefmiðli ákærða 13. september 2023. Var brot Páls talið varða við 233. grein almennra hegningarlaga um ærumeiðingar og brot gegn friðhelgi einkalífs. Ummælin sem tiltekin voru í kærunni eru eftirfarandi: „Samtökin 78 eru regnhlífarsamtök og lífsskoðunarfélag fullorðinna sem áhugasamir eru um klám, kynlíf, kynjaveröld og tælingu barna.“ „Kennsluefnið er tæling dulbúin sem upplýsingar. Meðfædd blygðunarsemi barna er skipulega brotin niður. Börn eru gerð móttækileg fyrir þátttöku í kynlífi og það jafnvel ofbeldiskynlífi - BDSM. Ringluð börn og óörugg (sic) eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú um að þau séu mögulega fædd í röngu kyni. Ringluð börn og óörugg eru síður í stakk búin að veita viðnám fullorðnum með eitthvað misjafnt í huga. Út á það gengur tælingin.“ Í dóminum segir að í kærunni hafi ranglega verið haft eftir Páli, í pistli Páls hafi staðið „Börn eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ en ekki „Ringluð börn og óörugg eru gerð efins um eigin sjálfsmynd og talin trú...“ Í kærunni segir að þótt Páll hefði stjórnarskrárvarinn rétt til skoðana sinna og til að láta þær í ljós, eins og tiltekið er í 73. grein stjórnarskrárinnar og 10. grein mannréttindasáttmála Evrópu, þá mætti hann ekki nýta tjáningarfrelsi sitt til að níðast á réttindum annarra. Löggjöf um misrétti vegna kynhneigðar og kynvitundar væri nauðsynlega til að vernda minnihlutahópa, og andspænis tjáningarfrelsi Páls stæði réttur hinsegin fólks til að þurfa ekki að þola árásir vegna kynhneigðar sinnar eða kynvitundar. Vísað var til þess að sú takmörkun á tjáningarfrelsinu sem fælist í 233. grein almennra hegningarlaga, rúmaðist innan undanþágureglu 3. málsgreinar 73. greinar stjórnarskrárinnar um tjáningarfrelsi. 233. grein almennra hegningarlaga er svohljóðandi: Hver, sem hefur í frammi hótun um að fremja refsiverðan verknað, og hótunin er til þess fallin að vekja hjá öðrum manni ótta um líf, heilbrigði eða velferð sína eða annarra, þá varðar það sektum … 1) eða fangelsi allt að 2 árum. Ummælin lýsi ekki ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps Í niðurstöðukafla dómsins segir að með hliðsjón af sönnunargögnum málsins og að teknu tilliti til þess í hvaða samhengi Páll viðhafði ummæli sín, verði ekki séð að þau ummæli sem hann er ákærður fyrir að hafa viðhaft lýsi ógnun eða háði í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar eða kynvitundar þeirra. „Þá verður sömuleiðis ekki séð að ákærði hafi með ummælum sínum dreift rógburði eða smánað hóp fólks eða Samtökin 78. Verður eigi heldur, að virtum skýringum ákærða og gögnum málsins, ekki séð að tjáning ákærða, sem hann er ákærður fyrir í málinu, feli hlutrænt séð í sér slíka óbeit, andúð, fyrirlitningu eða fordæmingu að telja megi hana til hatursorðræðu í gaðr þess hóps fólks sem henni var beint að.“ „Hér er einnig til þess að líta, eins og áður segir, að ákærða var frjálst að hafa sína sannfæringu og skoðanir, sem aðrir kunna að hafa verið sammála eða ósammála. Honum var einnig frjálst að setja þær skoðanir sínar fram opinberlega, að því gefnu að gætt væri að réttindum annarra og réttmætt tillit tekið til þeirra.“ „Verður ekki annað séð en að svo hafi verið gert í þessu máli, jafnvel þótt ákærði hafi kveðið fast að orði.“ Var Páll því af öllu sýknaður af kröfum ákæruvaldsins í málinu, og skal allur sakarkostnaður málsins greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málsvarslaun skipaðs verjanda ákærða, 1.488.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Verjandi Páls var Jón Bjarni Kristjánsson lögmaður. Dómurinn í heild sinni: Endurit_dómsPDF791KBSækja skjal
Tjáningarfrelsi Dómsmál Hinsegin Tengdar fréttir Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Páll hafði betur gegn Aðalsteini í Landsrétti Páll Vilhjálmsson framhaldsskólakennari hefur verið sýknaður í ærumeiðingamáli Aðalsteins Kjartanssonar blaðamanns gegn honum. Landsréttur kvað upp dóm þess efnis í dag, og sneri þar með við dómi héraðsdóms þar sem ummæli Páls um Aðalstein voru dæmd ómerk. 26. júní 2025 15:33