Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Agnar Már Másson skrifar 5. júlí 2025 14:55 Margir þingmenn eru fjarverandi á þessum sólríka laugardegi. Vísir/Anton Brink Tæpur þriðjungur Alþingismanna er fjarverandi á þingfundi í dag, þar á meðal einn ráðherra, þar sem fjórtán mál eru á dagskrá. Hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp er ekki á dagskrá en þingflokksformenn hafa fundað í bakherbergjum Alþingishússins í von um að leysa úr þeirri störukeppni. Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira
Á vef Alþingis má sjá að 20 þingmenn hafi verið fjarstaddir í atkvæðagreiðslum sem fóru fram á þingfundinum í dag. Á dagskrá eru fjórtan mál, þar af er búið að afgreiða tíu. Eftirfarandi þingmenn hafa verið fjarverandi í dag: Bryndís Haraldsdóttir (D), Dagur B. Eggertsson (S), Diljá Mist Einarsdóttir (D), Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra (F), Guðlaugur Þór Þórðarson (D), Ingibjörg Davíðsdóttir (M), Heiða Ingimarsdóttir (C), Jón Gunnarsson (D), Jón Pétur Zimsen (D), Karl Gauti Hjaltason (M), Lilja Rafney Magnúsdóttir (F), María Rut Kristinsdóttir (C), Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir (M), Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M), Snorri Másson (M), Vilhjálmur Árnason (D), Þorgrímur Sigmundsson (M), Þórarinn Ingi Pétursson (B), Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (D.) Þjóðaróperan lögfest Þá er búið að klára sjö mál þar sem þriðju umræðu þeirra lauk í dag, þar á meðal stofnun þjóðaróperu sem hefur nú verið fest í lög. Fleiri samþykkt frumvörp varða meðal annars raforkuöryggi, netöryggissveit, fjáraukalög. Þá lauk annarri umræðu í dag um frumvarp er varðar aðgerðir gegn peningaþvætti og endurheimt ávinnings af brotum. Nú er til umræðu frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar. Líklegt þykir að auðveldlega takist að afgreiða öll þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag. Heljarinnar störukeppni En þingfundurinn er haldinn í skugga þráteflisins sem hefur skapast í umræðunni um hið umdeilda veiðigjaldafrumvarp, sem er helsta bitbeinið í umræðum um þinglok. Stjórnarliðar hafa gert það ljóst að þeir vilji ekki slíta þingi fyrr en búið er að greiða atkvæði um frumvarpið, en stjórnarandstaðan er mjög ósátt með það, og hefur stundað málþóf til að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði í morgun að þingmenn færðust nær endamarkinu.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Sjá meira