Fótbolti

Diego Leon orðinn leik­maður Manchester United

Siggeir Ævarsson skrifar
Diego Leon skrifaði undir hjá Manchester United í morgun
Diego Leon skrifaði undir hjá Manchester United í morgun Twitter@ManUtd

Manchester United gekk í morgun frá félagaskiptum Diego Leon frá Cerro Porteño í Paragvæ en liðin höfðu náð samkomulagi um kaupin strax í janúar.

Leon, sem leikur alla jafna sem vinstri bakvörður, er aðeins 18 ára gamall en var þó að leika sitt annað tímabil fyrir Cerro Porteño og hefur alls leikið 33 leiki fyrir liðið síðustu tvö tímabil og skorað fjögur mörk.

Kaupverðið er 3,2 milljónir punda en gæti endað í sjö milljónum þegar allt verður talið til og hlutirnir raðast rétt upp á ferli Leon hjá Manchester.

Kaupin á Leon eru aðeins önnur kaupin sem United klárar í sumar og bíða stuðningsmenn liðsins án vafa með öndina í hálsinum eftir frekari fréttum af kaupum og ekki síður sölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×