Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar 6. júlí 2025 09:00 Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í viðtali Helga Seljan við Guðmund Kristjánsson í Brimi 3.júlí í morgunglugga rásar 1, var að finna margar villandi staðhæfingar, orðhengilshátt og lygar. Í fyrsta lagi hélt Guðmundur því fram að þjóðin og ríkið væri sitt hvað. Ég legg því til að þessum misskilningi verði eytt með því að hætta að tala um ríkisvald, ríkissjóð og ríkiseignir. Þess í stað verði talað um þjóðarvald, þjóðarsjóð og þjóðareignir, því þjóðin á allar ríkiseignir og nýtur góðs af þeim. Ég veit ekki hverjir Guðmundur telur að eigi ríkissjóð og eigi þar með rétt á að njóta þjónustu sem greidd er af ríkinu, en miðað við orð hans er það ekki þjóðin. Spurning hver á ríkissjóð, ef ekki við? Í öðru lagi sagði Guðmundur að þjóðin ætti hins vegar Brim því lífeyrissjóðir væru stórir eigendur í Brimi. Þó hann bætti við að þjóðin ætti misstóran hlut, þá stendur eftir sú fullyrðing að þjóðin eigi Brim. Þá eiga annað hvort allir landsmenn einhvern hlut í fyrirtækinu eða eigendur Brims er þjóðin. Ef einn lífeyrissjóður selur, hefur þjóðin þá minnkað sem því nemur? Í þriðja lagi hélt Guðmundur því fram að Alþingi færi ekki með völd í landinu, heldur ráðherrar skipaðir af meirihluta Alþingis, en stjórnarskráin kveður á um að skattar skuli ákveðnir með lögum. Síðan vísar hann ranglega í stjórnarskrá og þingsköp varðandi afgreiðslu lagafrumvarpa. Hann hélt því fram að meirihluti Alþingis ætti ekki að hafa lokaorðið á Alþingi. „Meirihlutinn ræður ekki Helgi“ fullyrðir hann blákalt. Í fjórða lagi talar hann eins og ríkissjóður eða þjóðarsjóður, sé eins og svarthol sem gleypi fjármuni, fari illa með fé og skili ekki til samfélagsins. Honum finnst greinilega illa farið með þá fjármuni sem greiddir eru úr þjóðarsjóði í gjaldfrjálst skólakerfi, vegakerfi, heilbrigðiskerfi, löggæslu og aðra innviði samfélagsins. Hann fullyrðir að veiðigjöldin gangi ekki til þjóðarinnar. Hvað heldur hann að verði um þessa fjármuni? Ég veit ekki hvort Guðmundur trúir því sjálfur sem hann heldur fram í útvarpi allra landsmanna, eða hvort hann heldur að þjóðin sé svo skini skroppin að trúa þessari augljósu þvælu. Kannski væri rétt að fara að virða okkur öll sem byggjum þetta land að verðleikum og semja frið við okkur? Við elskuðum útgerðir þessa lands og dáðum meðan arðurinn gekk beint og óbeint til uppbyggingar samfélagsins alls, en streymdi ekki í vasa örfárra manna og í skattaskjól erlendis. Þá var hægt að byggja upp samfélag úr fátækt í ríkidæmi á fáum áratugum, þar til dómskerfið tók sér vald Alþingis og færði þjóðareign til einstaklinga. Löglegt? Áður en sá skapadómur féll lögðum við vegi, hitaveitur, rafveitur, símalínur um land allt land, byggðum hafnir, tvö stór sjúkrahús, Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og fjölda annarra sundlauga, Þjóðleikhúsið og fjölda annarra mannvirkja. Á þeim tíma stóð sjávarútvegurinn undir næstum allri gjaldeyrissköpun og greiddi því í raun fyrir nánast allt aðflutt efni í allar þessar framkvæmdir. Þetta afsannar þá kenningu Guðmundar að ef allir hafi aðgang að auðlindinni, þá verði engin verðmæti til. Í dag erum við i vandræðum með að viðhalda sameiginlegum eigum okkar og byggja upp nauðsynlega innviði, þrátt fyrir að okkur er sagt að sjávarútvegurinn sé svo einstaklega vel rekinn og arðbær, fyrir hverja? Hvert fer ágóðinn? Guðmundur svarar raunar sjálfur þeirri spurningu þannig að ,,það stóð ekki til að við ættum að búa til verðmæti fyrir ríkiskassann“. En stóð það til að gefa auðlindina örfáum mönnum sem fénýta hana einungis fyrir sjálfan sig og tíma ekki að borga eðlilegt afgjald til þjóðarinnar, sem samkvæmt lögum á hana? Höfundur er leikskólastjóri á eftirlaunum.
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun