Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Jón Ísak Ragnarsson skrifar 5. júlí 2025 23:32 Deilur Musks og Trumps um fjárlagafrumvarp hins síðarnefnda leiddu til stofnunar nýs flokks. Getty Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. „Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025 Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
„Við ætlum að brjóta eins flokks kerfið á bak aftur með aðferð sambærilegri þeirri sem Epaminondas notaði þegar hann rústaði mýtunni um að Spartanir væru ódauðlegir í bardaganum við Leuctra: Svakalega mikið afl á einn nákvæman stað á vígvellinum,“ sagði Musk í færslu á samfélagsmiðlum, í lauslegri þýðingu. Elon Musk studdi Donald Trump í kosningunum í nóvember og varði gríðarlegum fjármunum í framboð hans. Musk starfaði svo náið með Trump og ríkisstjórninni í upphafi, og kom að stofnun nýrrar hagræðingarstofnunar ríkisins svokallaðrar, DOGE. Musk lét svo af störfum, eða var rekinn, að öllum líkindum vegna deilna um tollamál en þó aðallega um fjárlagafrumvarp Trumps. Musk hefur látið hörð orð falla um frumvarpið sökum þess að talið er að það muni auka skuldir bandaríska ríkisins til muna á næstu árum. Svo fór að í kekki kastaðist milli þeirra og létu þeir hvor um sig stór orð falla um hinn á samfélagsmiðlum. Musk sagði meðal annars að nafn Trumps væri að finna í Epstein skjölunum umtöluðu, og Trump hótaði að reka hann úr landi. Musk hefur talað um að stofna Ameríkuflokkinn um nokkurt skeið, en hann stofnaði aðgang á samfélagsmiðlinum X fyrir flokkinn um miðjan júnímánuð. Nafnið á aðganginum er einfaldlega America, og í prófílmyndinni er bandaríski fáninn. Þegar þetta er ritað hefur aðgangurinn 1,1 milljón fylgjendur, en færslurnar eru svo gott sem óteljandi. ELON MUSK: “Inflation, throughout history, has been used as a pernicious tax… It's like one degree removed, so people don't feel it directly. Then, the politicians will try to blame it on something else. But it's all about government spending.” pic.twitter.com/zMqaSlrbFf— America (@america) July 1, 2025 America is speeding toward bankruptcy pic.twitter.com/WMOubhtXkG— America (@america) June 5, 2025 CNN is promoting an app to help illegal aliens evade ICE. pic.twitter.com/RpjEz3s0AP— America (@america) June 30, 2025
Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50 Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Sjá meira
Deilurnar halda áfram og Musk boðar „Ameríkuflokkinn“ Elon Musk, auðugasti maður heims, og fyrrverandi samstarfsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gefið til kynna að hann langi að stofna nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum. Það er í kjölfar mjög svo opinberra deila hans og Trumps síðustu daga, og segist Musk vilja kalla flokk þennan „Ameríkuflokkinn“. 7. júní 2025 09:32
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. 1. júlí 2025 06:50
Hótar Musk alvarlegum afleiðingum styðji hann Demókrata Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sendi Elon Musk, auðugasta manni heims og fyrrverandi bandamanni sínum, viðvörun í gær. Trump sagðist ekki hafa nokkra ástæðu til að lappa upp á samband þeirra að svo stöddu, eftir opinberar deilur þeirra síðustu daga. Þá hét Trump „alvarlegum afleiðingum“ ef auðjöfurinn notaði peninga sína til að styðja Demókrata í framtíðinni. 8. júní 2025 10:38
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna