Sport

Arsenal búnir að ná sam­komu­lagi við Madueke

Haraldur Örn Haraldsson skrifar
Noni Madueke er í Bandaríkjunum núna með Chelsea á HM félagsliða.
Noni Madueke er í Bandaríkjunum núna með Chelsea á HM félagsliða. Francois Nel/Getty

Arsenal hefur náð samkomulagi við enska kantmanninn Noni Madueke um samning. Madueke er samningsbundinn Chelsea, en næsta skref væri að ná samkomulagi um kaupverð við þá.

Arsenal hefur þegar keypt einn leikmann frá Chelsea í þessum sumar glugga en það var hann Kepa Arrizabalaga sem þeir fengu til sín á um fimm milljónir punda.

Þeir hafa verið orðaðir við fleiri sóknarsinnaða leikmenn, eins og Eberechi Eze og Morgan Rogers, en svo virðist sem þeir séu komnir lengst í viðræðum við Madueke.

Madueke hefur spilaði 45 sinnum fyrir Chelsea og í þeim leikjum skorað ellefu mörk og gert fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×