Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 6. júlí 2025 12:19 Diljá Mist og Pawel Bartoszek voru ekki sammála um hver bæri ábyrgð á þráteflinu. Vísir/Samsett Þingmenn stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar tókust á í Sprengisandi í dag en til umræðu var þráteflið á þinginu sem engan enda virðist ætla að taka. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn og er helsti ásteytingarsteinninn veiðigjaldafrumvarpið svokallaða. Stjórnarandstaðan hefur heitið því að málþæfa því þangað til að það verði tekið af dagskrá. Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar ræddu við Kristján Kristjánsson í Sprengisandi í dag um hvernig bæri að ljúka þessu þingi sem þegar hefur dregist allmikið á langinn. Þau voru auðvitað ósammála um það hver bæri ábyrgð á þráskákinni. Samtalið má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Diljá Mist segir málþóf stjórnarandstöðunnar hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin „Ég hef tekið eftir því að fréttaflutningur beinist ofboðslega mikið að því að telja ræður á klukkutíma, en því hefur síður verið haldið til haga hvað hefur áunnist með þessu öllu þessu blaðri. Það er búið að leiða í ljós verulegar rangfærslur í grunnforsendum frumvarpsins um veiðigjöldin,“ segir Diljá. Pawel segir málþófið hins vegar endurspegla ráðaleysi stjórnarandstöðunnar gagnvart samstíga meirihluta. Nefndarumfjöllun um málið, sem og öll mál vorþingsins, sé lokið og hún hafi verið ítarleg. „Ég held að ekkert frumvarp í sögu þingsins hafi verið skoðað jafnmikið og -ítarlega frá öllum sjónarhornum og ég held að ef að sextán hundruð ræður og hundrað klukkutímar umræða íþingsal koma okkur ekki á þann stað þar sem við segjum nú erum við tilbúin sem lýðræðislegt þing að taka ákvörðun um málið, þá veit ég ekki hvað,“ segir Pawel. Diljá svarar Pawel á þann veg að málið hafi einfaldlega verið unnið í þvílíku flýti að það sé ótækt að gera það að lögum. Það sé vegna þess að hylma þurfti yfir hneykslismál innan ríkisstjórnarinnar og á hún þar líklega við mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, fyrrverandi barnamálaráðherra.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira