Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 16:21 Anna Lindh var utanríkisráðherra úr röðum sósíaldemókrata en henni var banað árið 2003. Getty Fyrir rúmlega tuttugu árum var maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að stinga utanríkisráðherra Svíþjóðar til bana. Nú hefur maðurinn fengið sérstakt leyfi til að stíga fæti út fyrir fangelsið í von um að draga úr skaðlegum áhrifum fangelsisvistarinnar. Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás. Svíþjóð Fangelsismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Anna Lindh, þáverandi utanríkisráðherra úr röðum jafnaðarmanna, var 46 ára gömul þegar hún var myrt í verslunarmiðstöð í miðborg Stokkhólms 10. september árið 2003. Hún hafði þá gegnt embætti utanríkisráðherra í fimm ár en áður hafði hún gegnt embætti umhverfisráðherra. Mijailo Mijailovic var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið og síðan þá hefur hann afplánað dóm sinn í nokkrum mismunandi fangelsum í Svíþjóð, þar á meðal í Kumla og Tidaholm. Hann hefur einnig verið vistaður á réttargeðdeildum. Mijailovic hefur einnig áður lýst yfir vilja sínum til að afplána dóm sinn í Serbíu þar sem hann segist hafa meiri tengsl þangað en til Svíþjóðar. Fangelsismálastofnun hefur hins vegar komið í veg fyrir það. En nú hefur Mijailo Mijailovic sótt um og fengið samþykki fyrir sérstöku leyfi, svokölluðu „loftholsleyfi“ frá fangelsismálastofnun Svíþjóðar, að því er Aftonbladet greinir frá. Í gögnum frá stofnuninni sem Aftonbladet hefur fengið aðgang að, dagsettum 13. júní, stendur að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti. „Mijailo Mijailovic hefur sótt um loftholsleyfi. Fangelsismálastofnun túlkar umsóknina sem beiðni um sérstakt leyfi til að draga úr skaðlegum áhrifum langvarandi frelsissviptingar. Fangelsið í Kumla hefur mælt með umsókn hans.“ Fangelsismálastofnunin skrifar í mati sínu að engar öryggishindranir séu því til fyrirstöðu að hann fái leyfið. „Með hliðsjón af því sem fram kemur í málinu metur Fangelsismálastofnun að engar öryggishindranir séu gegn því að samþykkja umsókn Mijailo Mijailovic um sérstakt leyfi í þeim tilgangi að draga úr skaðlegum áhrifum frelsissviptingar. Af öryggisástæðum metur Fangelsismálastofnun að leyfið skuli framkvæmt undir eftirliti,“ stendur í ákvörðuninni. Mijailovic má samkvæmt Fangelsismálastofnun ekki fá reglubundið leyfi en vorið 2025 fór Mijailovic í læknisheimsókn og þurfti þá að bera fótajárn. Mijailovic hefur einnig verið dæmdur fyrir alvarlega líkamsárás eftir að hafa ráðist á samfanga með skrúfjárni á gangi fangelsis í Kumla. Mijailovic stakk samfangann nokkrum sinnum í brjóst og kvið í því sem var lýst sem algjörlega tilefnislausri árás.
Svíþjóð Fangelsismál Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira