Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sindri Sverrisson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Alayah Pilgrim fagnar seinna marki Sviss sem sendi Ísland endanlega úr keppni á EM. Getty/Aitor Alcalde Gríðarlegur áhugi var hér í Sviss á leik heimakvenna við Ísland á EM í fótbolta í gær og sigur Svisslendinga að sjálfsögðu aðalefnið í öllum helstu miðlum sem töldu sigurinn þó ekki ýkja verðskuldaðan. Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst. EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Samkvæmt SRF voru um 833.000 manns af þýskumælandi hluta Sviss að fylgjast með leiknum í gær, sem samsvarar um 60% markaðshlutdeild, eða örlítið fleiri en sáu Sviss tapa fyrir Noregi í fyrsta leik. Inni í þessum tölum eru ekki allir þeir sem horfðu á leikinn á almenningssvæðum. Þær svissnesku stóðust pressuna og unnu 2-0 sigur í gær en mörkin komu ekki fyrr en korter var til leiksloka og hafði íslenska liðið þá verið betri aðilinn. Um það eru svissnesku blöðin sammála. „Þangað til [Géraldine] Reuteler kom þessu í 1-0 átti landsliðið erfitt kvöld í rigningunni í Bern gegn baráttuglöðum og stundum of árásargjörnum Íslendingum. Þær voru ekki sannfærandi í leik sínum lengi vel en börðust til baka og þvinguðu fram nauðsynlega heppni með annarri ástríðufullri frammistöðu. Þær þurftu nefnilega á því að halda enda átti Ísland tvö skot í þverslána,“ sagði í umfjöllun Blick og einnig: „Íslensku konurnar spiluðu betur lengi vel og náðu forskoti á Svisslendinga með sinni hörku og líkamlegum styrk í návígum. Það var mikill léttir að komast í 1-0. Eftir það var leikurinn þeirra [Svisslendinga].“ Puð í 75 mínútur en eitt augnablik breytti öllu NZZ tók í svipaðan streng: „Svissneska liðið stritaði í 75 mínútur gegn Íslandi. Liðið náði litlu fram, skorti hugmyndir og virtist sífellt þreyttara. Eitt augnablik var nóg til að breyta öllu. Fyrirliðinn Lia Wälti vann boltann. Hröð sókn í þetta skiptið. Sending frá Sydney Schertenleib til Géraldine Reuteler. Lágt skot í markið. Heppnismark. Áhorfendur á uppseldum Wankdorf-leikvanginum biðu lengi eftir einhverju eins og upphafsneista. Stuðningsmenn virtust hlédrægari en á miðvikudaginn, þegar þeir báru liðið áfram með sér og orkan úr stúkunni færðist inn á völlinn. Það var eins og allir væru að bíða eftir að eitthvað myndi gerast.“ Sviss er nú á leið í úrslitaleik við Finnland á fimmtudaginn, um hvort þessara liða nær 2. sæti riðilsins og fylgir Noregi áfram í 8-liða úrslitin. Ísland og Noregur mætast hins vegar í frekar þýðingarlitlum leik þar sem ljóst er að Noregur vinnur riðilinn (innbyrðis úrslit gilda ef lið verða jöfn að stigum) og Ísland endar neðst.
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira