Innlent

Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les kvöldfréttirnar á Sýn í kvöld.

Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Stjórn Kviku banka og stjórn Arion banka hafa undirritað viljayfirlýsingu um formlegar samrunaviðræður. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja rýnir í málið í beinni útsendingu.

Prófessor í félagsfræði segir bann boltaleikja á grunnskólalóðum eftir klukkan tíu á kvöldin hluta af stærra vandamáli. Hægt og rólega kvarnist úr tækifærum barna til að koma saman og leika sér á uppbyggilegan máta.

Við verðum í beinni útsendingu að austan, þar sem sólin hefur skinið sleitulaust síðustu daga. Tjaldgestir í Höfðavík nutu sín vel þegar fréttastofa renndi þar við í dag.

Í íþróttunum heyrum við í Þorsteini Halldórssyni, þjálfara stelpnanna okkar. Hann er vitaskuld svekktur með úrslit leiksins gegn Sviss í gær en segir þær verða að mæta klárar í leikinn gegn Noregi, þrátt fyrir að EM-draumurinn sé úti.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á Sýn, Bylgjunni og Vísi klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×