Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 06:32 Jannik Sinner styður hér við grátandi Grigor Dimitrov efir að ljóst var að Búlgarinn gæti ekki haldið áfram. Getty/Julian Finney Dramatíkin var allsráðandi á Wimbledon mótinu í tennis í gærkvöldi þegar tveir góðir vinir mættust og börðust um sæti í átta manna úrslitunum. Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) Tennis Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira
Grigor Dimitrov getur svo sannarlega gert tilkall til þess að vera óheppnasti tennisspilari heims. Atvik á Wimbledon mótinu í gærkvöldi gerir ekkert annað en að ýta undir það. Búlgarinn varð þá að hætta keppni í sextán manna úrslitunum á Wimbledon mótinu í gær þegar hann var 2-0 yfir á móti Ítalanum Jannik Sinner og sigurinn í sjónmáli. „Ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Jannik Sinner eftir að hann komst áfram í átta manna úrslit þrátt fyrir að vera að tapa leiknum þegar leik var hætt. Þetta er fimmta risamótið í röð þar sem að Dimitrov verður að hætta vegna meiðsla. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Dimitrov hélt um brjóstvöðvann sinn eftir að hafa reynt uppgjöf upp í þriðja setti. Hann hló fyrst í geðshræringu en svo fóru tárin að renna. „Hann hefur verið svo óheppinn áður. Hann er líka góður vinur minn og það er erfitt að sjá hann svona. Hann átti skilið að fara áfram. Ég vona að hann nái sér fljótt. Þetta var mikil óheppni og ég sé þetta ekki sem sigur. Þetta er mjög óheppilegt,“ sagði Sinner. „Hann er ótrúlegur tennisspilari og við sáum það öll í kvöld,“ sagði Sinner. Búlgarinn vann fyrstu settin 6–3 og 7–5 sem þýddi að honum vantaði bara eitt í viðbót til að vinna leikinn. Sinner var fljótur að fara til Dimitrov þegar hann sá að hann var meiddur. Dimitrov yfirgaf völlinn um stund en kom síðan aftur inn og tók í höndina á Sinner. Viðurkenndi tap af því að hann gat ekki haldið áfram. Ítalinn mætir Ben Shelton í átta manna úrslitunum en viðureignirnar má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon) View this post on Instagram A post shared by Wimbledon (@wimbledon)
Tennis Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Arsenal - Atlético Madrid | Heitt í kolunum eftir skort á heitu vatni Villarreal - Man. City | Er hægt að hemja Haaland? Grindavík - Stjarnan | Gjörólíkt gengi Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Sjá meira