Innlent

Óskar við­bragða ráð­herra við löngum af­greiðslu­tíma

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Einar

Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.

Segja má að um sé að ræða framhald á athugun Umboðsmanns á afgreiðslutíma umsókna um ríkisborgararétt, sem var orðinn um eitt og hálft ár þegar embættið leitaði svara hjá Útlendingastofnun.

Í svörum stofnunarinnar sagði að tafir á afgreiðslu umsókna stöfuðu fyrst og fremst af margföldun á fjölda umsókna sem ekki væri hægt að meta með þeim fjölda starfsmanna og því fjármagni sem stofnunin hefði yfir að ráða. Verið væri að þróa nýtt upplýsingatæknikerfi sem vonir væru bundnar við að myndu stytta málsmeðferðartímann.

„Í ljósi þeirrar skyldu ráðherra að sjá til þess að starfsemi stofnana sé í samræmi við lög hefur umboðsmaður óskað eftir viðbrögðum frá ráðuneytinu vegna þessa,“ segir á vef Umboðsmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×