Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar 8. júlí 2025 08:30 Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Félagasamtök Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið er komið og sólin skín. Margir fagna bjartari dögum, hlýindum og fríum. Samfélagið gerir ráð fyrir að við séum öll léttari í lund – að grillveislur, ísbíltúrar, fjallaferðir og samvera færi okkur gleði. En fyrir marga eru sumarmánuðirnir jafnvel erfiðari en veturinn. Það er mikilvægt að minna okkur á að góðar aðstæður og velmegun jafngilda ekki alltaf góðri líðan. Margir glíma við kvíða, þunglyndi eða streitu sem hverfur ekki með fyrstu sólardögum. Sumarið getur einnig kallað fram einmanaleika, sorg eða gamlar erfiðar minningar sem brjótast fram með óvæntum hætti. Við berum okkur stundum saman við það sem við sjáum á samfélagsmiðlum – þar sem bros og sól skína óslitið. En lífið er flóknara en svo og það er eðlilegt að upplifa erfiðar tilfinningar, jafnvel þegar „allt ætti að vera gott“. Það er mannlegt Það er ekki veikleiki að líða illa, það er mannlegt. Þess vegna skiptir miklu að við tölum opinskátt um líðan okkar og leitum aðstoðar þegar við þurfum á henni að halda. Úrræðin eru til staðar: fagfólk, hjálparsímar, fjölskylda og vinir. Það skiptir máli að rjúfa þögnina og segja það upphátt. Þá er mikilvægt að muna að andleg líðan hefur ekki árstíð. Að hlúa að sálinni er jafn mikilvægt í sól og stormi. Því eigum við öll rétt á að vera heyrð og séð. Gagnreynd fagleg meðferð án tilvísunar eða endurgjalds Píeta samtökin www.pieta.is gegna lykilhlutverki í forvörnum gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og eru með Píeta skjól á Seltjarnarnesi, Akureyri, Ísafirði og Reyðarfirði. Þau veita lágþröskulda þjónustu sem er gagnreynd faglega meðferð án tilvísunar og endurgjalds. Meðferðin er veitt af fagaðilum sem eru sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar og læknir öll með starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Þá er þjónusta hjálparsíma Píeta 552 2218 opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins og þjónar því öllum landsmönnum. Píeta þurfa að eignast öruggt húsnæði Samtökin hafa notið ómetanlegs stuðnings sjálfboðaliða í gegnum árin og verður þeim seint þakkað fyrir þeirra mikla vinnuframlag til handa samtökunum. Píeta samtökin eru að mestu leyti rekin fyrir sjálfsafla fé og um 70% fjárins kemur frá almenningi. Samtökin þakka landsmönnum innilega fyrir hlýjan hug og rausnarlegan stuðning í gegnum árin. Án hans væri þjónustan ekki möguleg. En betur má ef duga skal, því á næsta ári fagna Píeta samtökin 10 ára afmæli og óska þess einskis heitar en að geta tekið á móti skjólstæðingum í eigin húsnæði á afmælisárinu. Samtökin hafa því miður þurft að flytja á milli þriggja ólíkra staða síðustu árin. Flutningarnir hafa verið veruleg áskorun því ekki er einfalt að flytja svona viðkvæma starfsemi þar sem markmiðið er að aldrei verði þjónusturof. Þess vegna er nú lagt af stað í landssöfnun til að geta keypt varanlegt heimili handa Píeta. Biðlað er til landsmanna allra og fyrirtækja um að leggja samtökunum lið með einhverju móti en ekki síst að taka vel á móti söfnunar símtali frá Píeta. Þá má finna styrktarreikning samtakanna á heimasíðunni www.pieta.is Leitum hjálpar, tölum saman og munum að við erum ekki ein. Höfundur er framkvæmdastýra Píeta samtakanna.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar