Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 08:46 Mikael Ekvall, Gary Lineker, Glódís Perla og Justnie Kish eiga það öll sameiginlegt að hafa lent í magavandræðum í miðri keppni. Vísir/Anton Brink Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir fór af velli í hálfleik í fyrsta leik íslenska landsliðsins á EM. Eftir leik kom í ljós að hún hætti keppni vegna niðurgangs. Glódís Perla er þó alls ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem lendir í slíkum vandræðum í miðjum leik. Glódís, sem er bæði fyrirliði og reynslumesti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, hafði verið meidd í aðdraganda mótsins og supu því margir hveljur þegar hún settist í grasið í fyrri hálfleik leiks Íslands gegn Finnlandi. Skömmu áður hafði Glódís þurft að skipta um stuttbuxur og skýldu liðsfélagarnir henni á meðan. Ljóst var að eitthvað virtist vera að plaga hana. Þrátt fyrir það hélt Glódís áfram að spila og kláraði fyrri hálfleikinn en hún sneri hins vegar ekki aftur út á völlinn í seinni hálfleik. „Ég er búin að vera með magakveisu síðan eftir leikinn á móti Serbíu. Ég hélt ég væri orðin góð en ég var það ekki. Ég var bara með niðurgang,“ sagði Glódís í viðtali við Rúv eftir leik. Stelpurnar skýla Glódísi meðan hún skiptir um stuttbuxur.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingin kom fólki auðvitað á óvart, ekki síst vegna þess hve hreinskilin og afdráttarlaus Glódís var. Þrátt fyrir að hafa játað að hafa kúkað á sig bar Glódís sig með slíkri reisn að málið virtist hið sjálfsagðasta. Það er aldrei gaman að kúka á sig en sérstaklega leiðinlegt þegar maður er að spila mikilvægan leik með fjölda myndavéla sem beinast að manni. Hins vegar er það algengara en fólk heldur að íþróttamenn missi stjórn á líkamsstarfsemi sinni í miðjum leik, hvort sem það er af völdum veikinda eða álags. Hér verða nokkur eftirminnileg dæmi rifjuð upp. Nuddaði sér í grasið Enski fótboltamaðurinn Gary Lineker átti farsælan feril á níunda og tíunda áratugnum þar sem hann lék meðal annars með Leicester, Barcelona og Tottenham. Auk þess var hann öflugu í landsliðstreyjunni, skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum og var lengi næstmarkahæsti leikmaður enska landsliðsins. Eftir að Lineker lagði skóna á hilluna hefur hann gert það mjög gott sem sjónvarpsmaður. Þrátt fyrir það hefur Lineker aldrei náð að losa sig við ákveðinn stimpil: hann kúkaði á sig í miðjum leik. Lineker athugar stöðu mála í stuttbuxunum. Atvikið átti sér stað í landsleik gegn Írska landsliðinu á HM 1990. Lineker hafði verið með magapest og niðurgang kvöldið áður en ákvað að harka af sér frekar en að láta vita af því. Leikurinn byrjaði líka vel fyrir bæði Englendinga og Lineker: eftir níu mínútna leik kom hann þeim yfir. Fljótlega fór Lineker að fá krampa en tórði samt út hálfleikinn. Eftir tíu mínútur í þeim seinni elti Lineker langan bolta á vinstri kantinum þegar hann lenti í vandræðum. „Ég féll hálfpartinn til jarðar, slakaði á í sekúndu og þá bara ,búmm'. Sem betur fer var ég í dökkbláum stuttbuxum þann daginn. Ég skóflaði því út og nuddaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker um atvikið mörgum árum seinna í Match of the Day. Írarnir jöfnuðu metin á 73. mínútu og Lineker fór útaf á þeirri 83. mínútu. Leiknum lauk með jafntefli og niðurlægingu fyrir Lineker. Tveir sem skruppu á klósettið Sergio Ramos, sem spilar í dag fyrir Monterrey en var leikmaður Real Madrid í fimmtán ár, lenti í því að finna skyndilega fyrir kalli náttúrunnar í leik Real Madríd við SD Eibar þann 18. mars 2018. Hann náði þó að bjarga sér fyrir horn. Staðan var jöfn, 1-1, á 73. mínútu þegar fyrirliðinn ræddi stuttlega við dómarann Jose Luis Munuera Montero og spretti svo af velli. Fimm mínútum síðar birtist Ramos aftur á vellinum og skömmu síðar kom Cristiano Ronaldo Madrídingum yfir sem fóru með sigur af hólmi. Eftir leik var þjálfarinn Zinedine Zidane spurður út í fimm mínútna brotthvarf Ramos og svaraði þá hlæjandi: „Hann fór að skíta“. Ramos grínaðist með atvikið og birti mynd á Instagram af sér að fagna sigurmarkinu með Ronaldo. Við færsluna skrifaði hann: „Náttúran kallar“. View this post on Instagram A post shared by Sergio Ramos (@sergioramos) Miðvörðurinn Eric Dier lenti í mjög sambærileg atviki í bikarleik á móti Chelsea árið 2020. Chelsea voru yfir, 1-0, þegar korter var eftir af leiknum og Dier hljóp skyndilega af vellinum. Brjálaður Jose Mourinho fór á eftir miðverðinum inn í klefa. Dier var þó snöggur að gera þarfir sínar og sneri fljótt aftur út á völl. Tottenham náði svo að jafna leikinn og hafði á endanum betur í vítaspyrnukeppni. Skemmtilegt nokk þá var Eric Dier síðan valinn maður leiksins. Eftir leik var Mourinho spurður hvort hann vissi ekki að það hjálpaði manni ekki að pissa að vera með einhvern á öxlinni á sér. „Vandamálið er, að það var ekki piss,“ svaraði Mourinho kíminn. Uppnefndur „Kúkamaðurinn“ eftir hlaupið Sænski langhlauparinn Mikael Ekvall varð frægur á einni nóttu árið 2008 eftir að hafa keppt í Gautaborgarhálfmaraþoninu. Eftir um tveggja kílómetra hlaup fór Ekvall að finna fyrir magakrampa sem entist næstu tíu kílómetra og endaði með því að hann kúkaði á sig. Hann lét það ekki á sig fá og kláraði hlaupið í 21. sæti á tímanum 1:09:43. Áhorfendur ráku upp stór augu á hliðarlínunni þegar Ekvall hljóp framhjá þeim enda mögnuð sjón. Helming hlaupsins var Ekvall hins vegar þakinn eigin hægðum og náðist mynd af honum í því ásigkomulagi. Internetið var fljótt að breyta óhappi Ekvall í ódauðlegt meme sem fór í mikla dreifingu og skýtur reglulega enn upp kollinum í dag. Eftir hlaupið var Ekvall spurður hvort hann hefði ekkert íhugað að stoppa til að þrífa sig. „Nei, ég hefði tapað tíma,“ svaraði hlauparinn. „Ef þú hættir einu sinni er auðvelt að gera það aftur og aftur og aftur. Það verður að vana.“ Í Svíþjóð var Ekvall uppnefndur „Bajsmannen“ eða „Kúkamaðurinn“ en hann lét það ekkert á sig fá. Ári síðar hljóp hann aftur í hálfmaraþoninu í Gautaborg og lenti í níunda sæti. Árið 2014 setti hann síðan sænskt landsmet í hálfmaraþoninu í Kaupmannahöfn og hefur keppt í bæði maraþoni og hálfmaraþoni fyrir Svíþjóð á EM og HM. Of mikil glíma getur komið í bakið á manni Hin 37 ára Svetlana Nasibulina sem gengur undir bardaganafninu Justine Kish hefur átt farsælan fimmtán ára bardagaferil í muay thai, kikkboxi og blönduðum bardaíþróttum. Árið 2017 atti Kish kappi við Felice Herrig í UFC-átthyrningnum. Herrig náði Kish í hengingartak og þegar sú síðarnefnda reyndi að losa sig úr takinu brugðust þarmarnir henni með þeim afleiðingum að saur sprautaðist út á gólfið. Kish tapaði á endanum bardaganum en vakti athygli heimsbyggðarinnar. Menn í spreng Mun algengara er að íþróttamenn þurfi að pissa í miðjum leik og margir láta einfaldlega gossa. Nokkrir markmenn hafa lent í vandræðum á síðustu árum fyrir að létta af sér í miðjum leik. Árið 2017 fékk Max Crocombe, markvörður Salford City sem þá var í utandeild, að líta rauða spjaldið þegar liðið vann 2-1 sigur á Bradford Park Avenue. Ástæðan fyrir brottrekstrinum var að Crocombe ákvað að pissa á hliðarlínunni. Annar línuvörðurinn stóð Crocombe að verki og tilkynnti hann til dómara leiksins sem rak hann umsvifalaust út af. Ekki nóg með það heldur kvartaði áhorfandi formlega undan Crocombe og var málið tilkynnt til lögreglu. Crocombe var voða leiður yfir atvikinu og bað bæði lið sitt og stuðningsmennina afsökunar. Fyrir þremur árum gerðist sambærilegt atvik í fyrri stigum FA-bikarinn þar sem neðrideildarliðin Blackfield & Langley og Shepton Mallet mættust. Boltinn hafði farið aftur fyrir mark Blackfield á 76. mínútu og markvörðurinn Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu. Maseo ákvað að nýta sér tækifærið, fór upp að limgerði við völlinn og pissaði. Leikmenn Shepton Mallet tilkynntu mótherjann til dómarans sem rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Enn grófara atvik átti sér stað í ítölsku D-deildinni árið 2017 þegar Turris og Sarnese mættust í 3-3-jafntefli. Í uppbótartíma fór Giovanni Liberti, leikmaður Turris, að drykkjarbrunni á hliðarlínunni. Tvennum sögum fer af því hvað gerðist næst. Aganefnd deildarinnar sagði í skýrslu sinni að Liberti hafi pissað í áttina að fólkinu í stúkunni, sýnt óviðeigandi látbragð og um leið berað á sér kynfærin. Aganefndin veitti honum því fimm leikja bann. Turris þvertók fyrir ásakanirnar og ákvað að afrýja úrskurðinum. „Það er vatnsbrunnur nálægt veggnum þar sem leikmaðurinn var. Hann var að drekka úr honum og laga til treyjuna sína sem, samkvæmt reglum, á að vera girt ofan í stuttbuxurnar. Forráðamen Sarnese hafa sagt okkur að leikmaðurinn gerði ekkert af því sem talað er um,“ sagði Antonio Colantonio, forseti Turris, í tilkynningu um málið. Þá hafa nokkur atvik verið rifjuð upp þar sem náttúran kallaði í miðjum klíðum hjá íþróttamönnum. Ótaldir eru allir hjólreiðamennirnir sem þurfa oft að létta af sér í löngum keppnum, sundmennirnir sem pissa í laugarnar og ökuþórarnir í Formúlu 1 sem geta gert ýmislegt af sér í öruggu umhverfi bílsins. Fótbolti MMA Hlaup Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira
Glódís, sem er bæði fyrirliði og reynslumesti leikmaður kvennalandsliðsins í fótbolta, hafði verið meidd í aðdraganda mótsins og supu því margir hveljur þegar hún settist í grasið í fyrri hálfleik leiks Íslands gegn Finnlandi. Skömmu áður hafði Glódís þurft að skipta um stuttbuxur og skýldu liðsfélagarnir henni á meðan. Ljóst var að eitthvað virtist vera að plaga hana. Þrátt fyrir það hélt Glódís áfram að spila og kláraði fyrri hálfleikinn en hún sneri hins vegar ekki aftur út á völlinn í seinni hálfleik. „Ég er búin að vera með magakveisu síðan eftir leikinn á móti Serbíu. Ég hélt ég væri orðin góð en ég var það ekki. Ég var bara með niðurgang,“ sagði Glódís í viðtali við Rúv eftir leik. Stelpurnar skýla Glódísi meðan hún skiptir um stuttbuxur.Vísir/Anton Brink Yfirlýsingin kom fólki auðvitað á óvart, ekki síst vegna þess hve hreinskilin og afdráttarlaus Glódís var. Þrátt fyrir að hafa játað að hafa kúkað á sig bar Glódís sig með slíkri reisn að málið virtist hið sjálfsagðasta. Það er aldrei gaman að kúka á sig en sérstaklega leiðinlegt þegar maður er að spila mikilvægan leik með fjölda myndavéla sem beinast að manni. Hins vegar er það algengara en fólk heldur að íþróttamenn missi stjórn á líkamsstarfsemi sinni í miðjum leik, hvort sem það er af völdum veikinda eða álags. Hér verða nokkur eftirminnileg dæmi rifjuð upp. Nuddaði sér í grasið Enski fótboltamaðurinn Gary Lineker átti farsælan feril á níunda og tíunda áratugnum þar sem hann lék meðal annars með Leicester, Barcelona og Tottenham. Auk þess var hann öflugu í landsliðstreyjunni, skoraði 48 mörk í 80 landsleikjum og var lengi næstmarkahæsti leikmaður enska landsliðsins. Eftir að Lineker lagði skóna á hilluna hefur hann gert það mjög gott sem sjónvarpsmaður. Þrátt fyrir það hefur Lineker aldrei náð að losa sig við ákveðinn stimpil: hann kúkaði á sig í miðjum leik. Lineker athugar stöðu mála í stuttbuxunum. Atvikið átti sér stað í landsleik gegn Írska landsliðinu á HM 1990. Lineker hafði verið með magapest og niðurgang kvöldið áður en ákvað að harka af sér frekar en að láta vita af því. Leikurinn byrjaði líka vel fyrir bæði Englendinga og Lineker: eftir níu mínútna leik kom hann þeim yfir. Fljótlega fór Lineker að fá krampa en tórði samt út hálfleikinn. Eftir tíu mínútur í þeim seinni elti Lineker langan bolta á vinstri kantinum þegar hann lenti í vandræðum. „Ég féll hálfpartinn til jarðar, slakaði á í sekúndu og þá bara ,búmm'. Sem betur fer var ég í dökkbláum stuttbuxum þann daginn. Ég skóflaði því út og nuddaði mér í grasið eins og hundur,“ sagði Lineker um atvikið mörgum árum seinna í Match of the Day. Írarnir jöfnuðu metin á 73. mínútu og Lineker fór útaf á þeirri 83. mínútu. Leiknum lauk með jafntefli og niðurlægingu fyrir Lineker. Tveir sem skruppu á klósettið Sergio Ramos, sem spilar í dag fyrir Monterrey en var leikmaður Real Madrid í fimmtán ár, lenti í því að finna skyndilega fyrir kalli náttúrunnar í leik Real Madríd við SD Eibar þann 18. mars 2018. Hann náði þó að bjarga sér fyrir horn. Staðan var jöfn, 1-1, á 73. mínútu þegar fyrirliðinn ræddi stuttlega við dómarann Jose Luis Munuera Montero og spretti svo af velli. Fimm mínútum síðar birtist Ramos aftur á vellinum og skömmu síðar kom Cristiano Ronaldo Madrídingum yfir sem fóru með sigur af hólmi. Eftir leik var þjálfarinn Zinedine Zidane spurður út í fimm mínútna brotthvarf Ramos og svaraði þá hlæjandi: „Hann fór að skíta“. Ramos grínaðist með atvikið og birti mynd á Instagram af sér að fagna sigurmarkinu með Ronaldo. Við færsluna skrifaði hann: „Náttúran kallar“. View this post on Instagram A post shared by Sergio Ramos (@sergioramos) Miðvörðurinn Eric Dier lenti í mjög sambærileg atviki í bikarleik á móti Chelsea árið 2020. Chelsea voru yfir, 1-0, þegar korter var eftir af leiknum og Dier hljóp skyndilega af vellinum. Brjálaður Jose Mourinho fór á eftir miðverðinum inn í klefa. Dier var þó snöggur að gera þarfir sínar og sneri fljótt aftur út á völl. Tottenham náði svo að jafna leikinn og hafði á endanum betur í vítaspyrnukeppni. Skemmtilegt nokk þá var Eric Dier síðan valinn maður leiksins. Eftir leik var Mourinho spurður hvort hann vissi ekki að það hjálpaði manni ekki að pissa að vera með einhvern á öxlinni á sér. „Vandamálið er, að það var ekki piss,“ svaraði Mourinho kíminn. Uppnefndur „Kúkamaðurinn“ eftir hlaupið Sænski langhlauparinn Mikael Ekvall varð frægur á einni nóttu árið 2008 eftir að hafa keppt í Gautaborgarhálfmaraþoninu. Eftir um tveggja kílómetra hlaup fór Ekvall að finna fyrir magakrampa sem entist næstu tíu kílómetra og endaði með því að hann kúkaði á sig. Hann lét það ekki á sig fá og kláraði hlaupið í 21. sæti á tímanum 1:09:43. Áhorfendur ráku upp stór augu á hliðarlínunni þegar Ekvall hljóp framhjá þeim enda mögnuð sjón. Helming hlaupsins var Ekvall hins vegar þakinn eigin hægðum og náðist mynd af honum í því ásigkomulagi. Internetið var fljótt að breyta óhappi Ekvall í ódauðlegt meme sem fór í mikla dreifingu og skýtur reglulega enn upp kollinum í dag. Eftir hlaupið var Ekvall spurður hvort hann hefði ekkert íhugað að stoppa til að þrífa sig. „Nei, ég hefði tapað tíma,“ svaraði hlauparinn. „Ef þú hættir einu sinni er auðvelt að gera það aftur og aftur og aftur. Það verður að vana.“ Í Svíþjóð var Ekvall uppnefndur „Bajsmannen“ eða „Kúkamaðurinn“ en hann lét það ekkert á sig fá. Ári síðar hljóp hann aftur í hálfmaraþoninu í Gautaborg og lenti í níunda sæti. Árið 2014 setti hann síðan sænskt landsmet í hálfmaraþoninu í Kaupmannahöfn og hefur keppt í bæði maraþoni og hálfmaraþoni fyrir Svíþjóð á EM og HM. Of mikil glíma getur komið í bakið á manni Hin 37 ára Svetlana Nasibulina sem gengur undir bardaganafninu Justine Kish hefur átt farsælan fimmtán ára bardagaferil í muay thai, kikkboxi og blönduðum bardaíþróttum. Árið 2017 atti Kish kappi við Felice Herrig í UFC-átthyrningnum. Herrig náði Kish í hengingartak og þegar sú síðarnefnda reyndi að losa sig úr takinu brugðust þarmarnir henni með þeim afleiðingum að saur sprautaðist út á gólfið. Kish tapaði á endanum bardaganum en vakti athygli heimsbyggðarinnar. Menn í spreng Mun algengara er að íþróttamenn þurfi að pissa í miðjum leik og margir láta einfaldlega gossa. Nokkrir markmenn hafa lent í vandræðum á síðustu árum fyrir að létta af sér í miðjum leik. Árið 2017 fékk Max Crocombe, markvörður Salford City sem þá var í utandeild, að líta rauða spjaldið þegar liðið vann 2-1 sigur á Bradford Park Avenue. Ástæðan fyrir brottrekstrinum var að Crocombe ákvað að pissa á hliðarlínunni. Annar línuvörðurinn stóð Crocombe að verki og tilkynnti hann til dómara leiksins sem rak hann umsvifalaust út af. Ekki nóg með það heldur kvartaði áhorfandi formlega undan Crocombe og var málið tilkynnt til lögreglu. Crocombe var voða leiður yfir atvikinu og bað bæði lið sitt og stuðningsmennina afsökunar. Fyrir þremur árum gerðist sambærilegt atvik í fyrri stigum FA-bikarinn þar sem neðrideildarliðin Blackfield & Langley og Shepton Mallet mættust. Boltinn hafði farið aftur fyrir mark Blackfield á 76. mínútu og markvörðurinn Connor Maseko fór að sækja hann til að taka markspyrnu. Maseo ákvað að nýta sér tækifærið, fór upp að limgerði við völlinn og pissaði. Leikmenn Shepton Mallet tilkynntu mótherjann til dómarans sem rak Maseko í kjölfarið út af, leikmönnum og þjálfarateymi Blackfield til mikillar undrunar. „Hann passaði sig að það sæist ekkert, hann var inn í limgerðinu. Þegar náttúran kallar þá þarf maður stundum bara að fara. Mér dauðbrá, okkur var öllum brugðið yfir ákvörðun dómarans,“ sagði Conor McCarthy, annar af þjálfurum Blackfield, í viðtali við The Guardian að leik loknum. Enn grófara atvik átti sér stað í ítölsku D-deildinni árið 2017 þegar Turris og Sarnese mættust í 3-3-jafntefli. Í uppbótartíma fór Giovanni Liberti, leikmaður Turris, að drykkjarbrunni á hliðarlínunni. Tvennum sögum fer af því hvað gerðist næst. Aganefnd deildarinnar sagði í skýrslu sinni að Liberti hafi pissað í áttina að fólkinu í stúkunni, sýnt óviðeigandi látbragð og um leið berað á sér kynfærin. Aganefndin veitti honum því fimm leikja bann. Turris þvertók fyrir ásakanirnar og ákvað að afrýja úrskurðinum. „Það er vatnsbrunnur nálægt veggnum þar sem leikmaðurinn var. Hann var að drekka úr honum og laga til treyjuna sína sem, samkvæmt reglum, á að vera girt ofan í stuttbuxurnar. Forráðamen Sarnese hafa sagt okkur að leikmaðurinn gerði ekkert af því sem talað er um,“ sagði Antonio Colantonio, forseti Turris, í tilkynningu um málið. Þá hafa nokkur atvik verið rifjuð upp þar sem náttúran kallaði í miðjum klíðum hjá íþróttamönnum. Ótaldir eru allir hjólreiðamennirnir sem þurfa oft að létta af sér í löngum keppnum, sundmennirnir sem pissa í laugarnar og ökuþórarnir í Formúlu 1 sem geta gert ýmislegt af sér í öruggu umhverfi bílsins.
Fótbolti MMA Hlaup Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Sjá meira