„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:00 Háskólinn á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira