Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Agnar Már Másson skrifar 8. júlí 2025 15:24 Fáninn var dreginn að hún á fimmtudagdag við hlið þess úkraínska sem hefur verið dreginn að húni stuttu eftir að átök hófust þar 2022. Vísir/Sigurjón Skorið hefur verið á fánaböndin þar sem þjóðfánar Palestínu og Úkraínu hafa blakt við ráðhús Reykjavíkur. Gerist þetta aðeins um fjórum dögum eftir að hinum palestínska var flaggað á fimmtudag. Borgin ætlar að draga þá aftur að húni þegar búið er að gera við fánaböndin. Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin. Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira
Þetta staðfestir Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi en mbl.is greindi fyrst frá. Skorið var á fánaböndin seinni partinn í gær, að sögn samskiptastjórans, en fánarnir eru venjulega dregnir niður þegar húsið lokar um klukkan 18.00. „Þeir voru ekki komnir niður. Þeir lufsuðust þarna enn í böndunum,“ lýsir Eva Bergþóra aðkomunni við flaggstangirnar við Tjarnagötu. Ekki er vitað til þess að atvikið hafi verið tilkynnt til lögreglu, að sögn Evu. Engin vitni séu heldur þekkt að atvikinu. Hún segir að gera þurfi við fánaspennurnar áður en hægt verði að flagga fánunum aftur. „Það gæti tekið einhverja daga,“ bætir hún við. Fjórir dagar Í síðustu viku var greint frá því að borgarráð hefði samþykkt að draga palestínskan fána að húni fyrir utan ráðhúsið til að sýna samstöðu með Palestínumönnum á Gasaströndinni, sem hafa nú setið undir loftárásum Ísraelsmanna í rúmlega tvö og hálft ár. Palestínufáninn hefur þannig fengið að blakta í um fjóra daga við hlið úkraínska þjóðfánans við Tjarnargötu en sá úkraínski var fyrst dreginn að húni við ráðhúsið árið 2022, þegar innrásarstríð Rússa í Úkraínu hófst. Flöggun palestínska fánans er talsvert umdeildari innan borgarstjórnarinnar en hins úkraínska, þar sem allir borgarstjórnarflokkar studdu tillöguna um að draga Úkraínufánann að húni, en í tilfelli Palestínufánans voru það aðeins flokkar í meirihluta sem studdu tillöguna. Oddviti Sjálfstæðisflokksins skrifaði á Facebook að það væri „óábyrgt að taka afstöðu með þessum hætti“. Í fundargerð borgarráðs frá fimmtudeginum 3. júní er greint frá ákvörðuninni en þar kemur fram að lagt hafi verið fram trúnaðarbréf „varðandi áhættumat“ á flöggun palestínska fánans. Í bókun frá fulltrúa Framsóknar er það aftur á móti „gagnrýnt harðlega“ að áhættumat hafi „ekki verið unnið“ áður en ákvörðun var tekin.
Reykjavík Borgarstjórn Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Fleiri fréttir Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Sjá meira