Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Aron Guðmundsson skrifar 8. júlí 2025 18:57 Elísabet Gunnarsdóttir hefur þurft að hafa hraðar hendur á fyrsta hálfa ári sínu sem þjálfari belgíska kvennalandsliðsins í fótbolta. Vísir/Getty Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan: EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Landslið Belgíu er í sömu stöðu og Ísland þegar litið er á möguleikana á EM. Liðið kemst ekki áfram í átta liða úrslitin eftir tap í fyrstu tveimur leikjum sínum en hefur þó sýnt afar jákvæða hluti í sínum leik og eru skemur á vegferð sinni komin heldur en íslenska landsliðið. Elísabet tók við stjórnartaumunum hjá Belgíu í janúar á þessu ári og hefur fengið skamman tíma til þess að koma hugmyndafræði sinni á framfæri og hún fann fljótt fyrir pressunni sem fylgir því að stýra landsliði hjá þessari miklu fótboltaþjóð Pressa getur oft verið af hinu góða en Elísabet fékk einnig að kynnast afar slæmri hlið af því sem getur fylgt því starfi að vera landsliðsþjálfari. Klippa: Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu „Það sem að mér brá mest við var hvað ég er búin að fá mikið af skilaboðum frá alls konar fólki sem er að hrauna yfir mig, segja mér hvað ég sé ömurleg, hvort ég haldi að ég sé Pep Guardiola og skrifa líka: „Drullaðu þér frá Belgíu,“ segir Elísabet í viðtali við íþróttadeild Sýnar. „Þetta er nýtt fyrir mér. Ég hef ekki upplifað þetta sem þjálfari Kristianstad eða Vals. Allt í einu er maður komin í þá stöðu að þurfa fara loka á fullt af fólki á samfélagsmiðlum og svo veit maður að fólk getur mögulega farið að hafa samband fjölskyldu sína. Svo hafa fjölmiðlar miklar skoðanir og það er bara eðlilegt. Fólkið í landinu líka. Ég vissi alveg að ég væri að taka við landsliði, stýra heilli þjóð og fólk hefur fullan rétt á því að hafa skoðanir á því sem að ég er að gera.“ Þessi skilaboð sem þú hefur fengið frá fólki úti í bæ, Jóni og Gunnu, eru þetta bara níðandi skilaboð eða jafnvel hótanir? Og hvernig varð þér við? „Ég get ekki sagt að ég hafi verið undirbúin undir þetta. Maður veit alveg að þetta gengur og gerist í heimi fótboltans og þá kannski sérstaklega í karlaboltanum. Ég hef allavegana alltaf hugsað það þannig, að við séum laus við þetta í kvennaboltanum. En ég sé það alveg núna að við erum ekkert laus við þetta í kvennaboltanum og veit til að mynda að eftir fyrsta leik okkar á EM gegn Ítalíu að margir af mínum leikmönnum voru að fá ljót skilaboð líka. Maður verður bara að ná að ýta þessu til hliðar því þetta er greinilega bara eitthvað sem er að fara vera hluti af okkar hversdagsleika á þessu sviði. Við verðum bara að díla við það líka.“ Dæmin hér fyrir ofan falla hins vegar í skuggann á skemmtilegri upplifun Elísabetar af starfi landsliðsþjálfarans líkt og heyra má af í klippunni hér fyrir neðan:
EM 2025 í Sviss Belgía Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Fleiri fréttir Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira