„Heimskuleg spurning og dónaleg“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júlí 2025 11:22 Þorsteinn Halldórsson mun ekki íhuga framtíð sína í starfi landsliðsþjálfara fyrr en eftir EM. vísir / anton brink Þorsteini Halldórssyni finnst skrítið að framtíð hans sem landsliðsþjálfari Íslands sé rædd á meðan Evrópumótið í Sviss stendur enn yfir og kallar það nautheimsku að spyrja leikmann liðsins út í stöðu hans í starfi. „Ég er búinn að svara þessari spurningu núna undanfarið og er ekki að fara að svara henni núna daginn fyrir leik. Mér finnst þetta skrítin spurning,“ sagði Þorsteinn, aðspurður hvort hann hefði nánar íhugað framtíð sína í starfi, eftir að hafa tveimur dögum áður sagt að stöðufundur yrði haldinn eftir mót. „Mér finnst líka skrítið, og ég ætla bara að segja það hreint út því ég er mjög hreinskilinn maður, mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því eftir leik hvort hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig en að spyrja leikmann um þetta er bara, ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota… bara nautheimska,“ sagði Þorsteinn og vísaði þar til viðtals Vísis við Alexöndru Jóhannsdóttur daginn eftir leik. Stuttu síðar var Þorsteinn beðinn um að útskýra ummælin betur. „Í fyrsta lagi þá stjórna leikmenn ekki því hver er þjálfari, það er alveg ljóst. Í öðru lagi þá eru leikir eftir og þú setur leikmann í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaður hefur ekkert um þetta að segja. Leikmenn eru ekkert að spá í þetta á þessum tíma. Það er seinni tíma mál fyrir leikmenn að hafa skoðun á því. Þess vegna finnst mér tímapunkturinn alveg galinn,“ sagði Þorsteinn en umræðuna af blaðamannafundinum má finna hér fyrir neðan. Klippa: Þorsteinn vill ekki ræða framtíðina Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
„Ég er búinn að svara þessari spurningu núna undanfarið og er ekki að fara að svara henni núna daginn fyrir leik. Mér finnst þetta skrítin spurning,“ sagði Þorsteinn, aðspurður hvort hann hefði nánar íhugað framtíð sína í starfi, eftir að hafa tveimur dögum áður sagt að stöðufundur yrði haldinn eftir mót. „Mér finnst líka skrítið, og ég ætla bara að segja það hreint út því ég er mjög hreinskilinn maður, mér finnst fáránlegt að spyrja leikmann að því eftir leik hvort hann vilji þjálfarann áfram eða ekki. Mér finnst það heimskuleg spurning og dónaleg gagnvart leikmanninum. Þið getið alveg spurt mig en að spyrja leikmann um þetta er bara, ég veit ekki alveg hvaða orð ég á að nota… bara nautheimska,“ sagði Þorsteinn og vísaði þar til viðtals Vísis við Alexöndru Jóhannsdóttur daginn eftir leik. Stuttu síðar var Þorsteinn beðinn um að útskýra ummælin betur. „Í fyrsta lagi þá stjórna leikmenn ekki því hver er þjálfari, það er alveg ljóst. Í öðru lagi þá eru leikir eftir og þú setur leikmann í óþægilega stöðu að vera að ræða þetta. Leikmaður hefur ekkert um þetta að segja. Leikmenn eru ekkert að spá í þetta á þessum tíma. Það er seinni tíma mál fyrir leikmenn að hafa skoðun á því. Þess vegna finnst mér tímapunkturinn alveg galinn,“ sagði Þorsteinn en umræðuna af blaðamannafundinum má finna hér fyrir neðan. Klippa: Þorsteinn vill ekki ræða framtíðina
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira