Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 13:34 Guðrún segir að að flestir hafi jafnað sig frekar hratt. Vísir/Arnar Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir enn ekki liggja fyrir hvað orsakaði veikindi keppenda í þríþraut við Laugarvatn um helgina. Búið er að safna sýnum frá fólki sem veiktist og eru þau enn í greiningu. Fjallað var um það í fyrradag að einn keppandi hafi eftir keppni sett inn færslu í hópinn Þríþraut á Íslandi þar sem hann greindi frá veikindum sínum í kjölfar keppninnar. Mjög margir tóku undir veikindin. Fram kom í frétt að líklegt væri að veikindin væru til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. Þó voru einhverjar getgátur um að hamborgararnir sem fólk borðaði hafi verið orsökin en Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, sagði fólk hafa veikst sem ekki borðaði hamborgara. „Það er of snemmt að segja til hvað gerðist. Það var klárlega eitthvað sem fólk var útsett fyrir en erfitt að draga ályktanir á þessum tímapunkti. Það tekur alltaf smá tíma að greina þetta,“ segir Guðrún. Það sé fundur seinna í dag með heilbrigðiseftirlit og MAST en það sé þó ólíklegt að það verði komin niðurstaða á þeim tíma. Í gær hafi verið búnar að berast tólf tilkynningar um veikindi en þau ekki kallað eftir tilkynningum. Tólf hafi verið nóg til að vita að eitthvað væri að. Hún segir nánast alla sem tilkynntu um veikindi hafa verið keppendur og allir hafi verið á svæðinu. Veikindin hafi gengið fljótt yfir hjá mörgum. Sýkingin sé bundin við þennan hóp sem var á svæðinu til að keppa í þríþrautinni. Engar kvaðir eru eins og stendur á því að synda í Laugarvatni. Guðrún segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi tekið þá ákvörðun. Þar hafi ekki verið talin ástæða til að banna það. Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Fjallað var um það í fyrradag að einn keppandi hafi eftir keppni sett inn færslu í hópinn Þríþraut á Íslandi þar sem hann greindi frá veikindum sínum í kjölfar keppninnar. Mjög margir tóku undir veikindin. Fram kom í frétt að líklegt væri að veikindin væru til komin vegna vatnsins sem fólk synti í. Þó voru einhverjar getgátur um að hamborgararnir sem fólk borðaði hafi verið orsökin en Páll Geir Bjarnason, sá sem setti færsluna inn, sagði fólk hafa veikst sem ekki borðaði hamborgara. „Það er of snemmt að segja til hvað gerðist. Það var klárlega eitthvað sem fólk var útsett fyrir en erfitt að draga ályktanir á þessum tímapunkti. Það tekur alltaf smá tíma að greina þetta,“ segir Guðrún. Það sé fundur seinna í dag með heilbrigðiseftirlit og MAST en það sé þó ólíklegt að það verði komin niðurstaða á þeim tíma. Í gær hafi verið búnar að berast tólf tilkynningar um veikindi en þau ekki kallað eftir tilkynningum. Tólf hafi verið nóg til að vita að eitthvað væri að. Hún segir nánast alla sem tilkynntu um veikindi hafa verið keppendur og allir hafi verið á svæðinu. Veikindin hafi gengið fljótt yfir hjá mörgum. Sýkingin sé bundin við þennan hóp sem var á svæðinu til að keppa í þríþrautinni. Engar kvaðir eru eins og stendur á því að synda í Laugarvatni. Guðrún segir að Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hafi tekið þá ákvörðun. Þar hafi ekki verið talin ástæða til að banna það.
Þríþraut Bláskógabyggð Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira