„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Agnar Már Másson skrifar 9. júlí 2025 17:47 „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, „þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Magnús Hlynur Hreiðarsson Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“ Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun en undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru þegar komnar langt á veg. Leyfi Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá var ógilt þar sem Hæstiréttur taldi að samkvæmt þágildandi lögum nr. 36/2011 væri ekki heimilt að breyta vatnshloti vegna framkvæmda við vatnsaflsvirkjanir. Virkjunarleyfi Orkustofnunar vegna Hammsvirkjunar var einnig ógilt, þar sem það byggðist á fyrrgreindri heimild Umhverfisstofnunar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði niðurstöðuna slæmar fréttir en góðu fréttirnar væru þær að lögunum hafi verið breytt. Það verði því sótt um nýtt leyfi á grundvelli nýrra laga sem samþykkt voru í síðasta mánuði. Forstjóri Landsvirkjunar sagði dóminn vonbrigði en að virkjunin væri ekki út úr myndinni. „Líklega sjáum við fyrir endann á málinu núna,“ segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir skýrt í dómnum að málið falli einfaldlega á formgalla í löggjöf sem sé ekki lengur til staðar. „Þannig að það er ekki að sakast við okkur í sveitarfélaginu eða Landsvirkjun. Það er Alþingi sem setur lögin og þetta fellur á því,“ bætir Halldór við. En nú þegar lagabreytingar eru gengnar í gegn telur hann líklegt að virkjanaleyfi verði nú réttilega samþykkt. „Miðað við lögin eins og þau eru í dag er augljóst að í næstu umferð fara hlutirnir í gegn. En þessi óvissa og þessar tafir, þetta er ekkert skemmtilegt,“ bætir hann við og segir tekjutjón vegna seinkana vera gríðarlegt. „Þetta er orkufyrirtæki sem við þjóðin eigum öll þannig að tapið er alltaf samfélagslegt fyrir okkur öll.“
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Dómsmál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Sjá meira