Sport

Danska þjóðin í á­falli: „Verra en okkar versta mar­tröð“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu.
Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu. Getty/Tim de Waele

Danska vonarstjarnan í Frakklandshjólreiðunum átti mjög slæman dag í gær og tapaði dýrmætum tíma á keppinautana.

Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar.

Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen.

„Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman.

Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar.

Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar.

Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni.

„Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT.

Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn.

„Ég var ekki bara lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2.

Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×