Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 12:30 Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu. Getty/Tim de Waele Danska vonarstjarnan í Frakklandshjólreiðunum átti mjög slæman dag í gær og tapaði dýrmætum tíma á keppinautana. Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie. Hjólreiðar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira
Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie.
Hjólreiðar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Sjá meira