Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 12:30 Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu. Getty/Tim de Waele Danska vonarstjarnan í Frakklandshjólreiðunum átti mjög slæman dag í gær og tapaði dýrmætum tíma á keppinautana. Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie. Hjólreiðar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira
Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie.
Hjólreiðar Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Sjá meira