Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2025 12:30 Jonas Vingegaard átti slæman dag í Frakklandshjólreiðunum og danska þjóðin sá vonir sínar og hans nánast verða að engu. Getty/Tim de Waele Danska vonarstjarnan í Frakklandshjólreiðunum átti mjög slæman dag í gær og tapaði dýrmætum tíma á keppinautana. Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie. Hjólreiðar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Sjá meira
Danir fylgjast með Frakklandshjólreiðunum í júlí eins og við Íslendingar með íslenska handboltalandsliðinu í janúar. Þeirra öflugasti maður er Jonas Vingegaard, sem var aðeins átta sekúndum á eftir efsta manni eftir fjóra fyrstu keppnisdagana. Það breyttist allt á fimmta degi þar sem hjólað var í kringum Caen. „Verra en okkar versta martröð,“ skrifaði Berlinske Tidende en Aftonbladet tók saman. Vingegaard endaði í þrettánda sæti á sérleiðinni. Hann var einni mínútu og 25 sekúndum á eftir Remco Evenepoel sem vann sérleiðina og einni mínútu og fimm sekúndum á eftir aðalkeppinaut sínum Tadej Pogacar. Vingegaard hefur unnið Frakklandshjólreiðarnar tvisvar sinnum á síðustu árum en þessi hræðilegi dagur gerir vonir hans á þriðja titlinum afar veikar. Hann er fjórði í heildarkeppninni en núna einni mínútu og þrettán sekúndum á eftir Pogacar sem er nú í gulu treyjunni. „Vonir okkar urðu nánast að engu þegar enginn tapaði meira í dag en okkar maður. Hann var langt á eftir fremstu mönnum á þessum 33 kílómetrum í kringum Caen. Það var eitthvað mjög furðulegt í gangi hjá Dananum á hjólinu sem hann hefur vanalega svo góð tök á,“ skrifaði BT. Vingegaard sjálfur var niðurbrotinn eftir daginn. „Ég bara hafði ekki lappirnar í þetta í dag. Það er eiginlega ekki meira um það segja. Ég átti ekki góðan hjóladag og ég tapaði miklum tíma. Þannig er það bara,“ sagði Vingegaard við TV2. Sjötta sérleiðin fer fram í dag en þar munu þeir hjóla á milli Bayeux og Vire-Normandie.
Hjólreiðar Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Sport Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Gaman í íslenska klefanum eftir leik Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Fleiri fréttir Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda „Tannlækninum“ afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Meistararnir stungu af í seinni Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Sjá meira