Erlent

Tveir létust í loft­á­rásum Rússa á Kænugarð í nótt

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fjölskylda sefur á brautarpalli lestarstöðvar í Kænugarði.
Fjölskylda sefur á brautarpalli lestarstöðvar í Kænugarði. AP/Evgeniy Maloletka

Tveir létust og fleiri særðust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt en fjöldi sprenginga heyrðist í höfuðborginni. Íbúum var ráðlagt að leita skjóls og fjöldi fólks varði nóttinni á aðallestarstöð borgarinnar.

 Borgarstjórinn Vitali Klitschko sagði brak úr drónum og eldflaugum hafa valdið eldum í hverfunum Solomyansky, Shevchenkivsky og Darnytsky.

Rússar hafa gefið mjög í árásir sínar á Úkraínu á síðustu viku og gerðu í fyrrinótt umfangsmestu dróna- og eldflaugarásina frá því að innrásin hófst. Að minnsta kosti einn lést í þeirri árás. 

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun funda með Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á hliðarlínum ráðherrafundar í Kuala Lumpur í dag.

Niðurstöður fundar þeirra gætu orðið áhugaverðar, ekki síst þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti er mögulega að missa þolinmæðina gangvart Vladimir Pútín. Trump virðist vera að komast á þá skoðun að fögur fyrirheit Rússlandsforseta séu meira í orði en á borði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×