Innlent

Aðilar „ein­fald­lega ekki til­búnir að teygja sig nógu langt“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Framsóknarmenn lögðu í gær fram breytingartillögu við veiðigjaldafrumvarpið.
Framsóknarmenn lögðu í gær fram breytingartillögu við veiðigjaldafrumvarpið. Vísir/Vilhelm

Þingfundur hefst klukkan tíu og eina málið á dagskrá er veiðigjaldafrumvarpið margumrædda. Þingfundinum í gær lauk klukkan 23:40, eftir umræður um fjármálaáætlun og veiðigjaldafrumvarpið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við RÚV seint í gærkvöldi að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefði slitið samningaviðræðum formanna flokkanna um þinglok. 

„Aðilar voru bara einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt sem er mjög miður, ég held að það hefði verið mjög auðvelt að mætast á miðri leið,“ sagði Sigurður.

Framsóknarflokkurinn lagði í gær fram breytingartillögu um veiðigjaldafrumvarpið til að liðka fyrir viðræðum um þinglok en í henni felst að veiðigjald í skrefum næstu fjögur árin, byrja á 1,5 prósentum og hækka síðan um prósentu á hverju ári til 2029 og láta þar við sitja í 37,5 prósentum.

Forsætisráðherra segir veiðigjaldafrumvarpið verða afgreitt fyrir þinglok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×