Enski boltinn

Arsenal eflir miðjuna enn frekar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Christian Nørgaard skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu.
Christian Nørgaard skrifaði undir tveggja ára samning með möguleika á eins árs framlengingu. x / @arsenal

Christian Nørgaard hefur skrifað undir tveggja ára samning við Arsenal, hann kemur til félagsins frá Brentford fyrir um tíu milljónir punda og er annar miðjumaðurinn sem Arsenal kaupir í vikunni.

Nørgaard hefur verið hjá Brentford síðustu sex ár, spilaði tæplega tvö hundruð leiki og hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina fyrir fjórum árum. Hann var fyrirliði liðsins síðustu tvö tímabil, en ákvað að fara frá félaginu þegar stjórinn Thomas Frank hætti eftir tímabilið.

Nørgaard er annar miðjumaðurinn sem Arsenal kaupir í vikunni, á eftir Martin Zubimendi sem var keyptur frá Real Sociedad. Félagið var í leit að nýjum miðjumönnum eftir að Jorginho og Thomas Partey kvöddu.

Þess er ekki vænt að Arsenal styrki miðjuna meira í sumar en félagið er sterklega orðað við sóknarmennina Viktor Gyökeres frá Sporting og Noni Madueke frá Chelsea, sem og varnarmanninn Cristhian Mosquera frá Valencia.

Undirbúningstímabilið er hafið hjá Arsenal en fyrsti æfingaleikur liðsins er á dagskrá eftir tæpar tvær vikur í Singapúr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×