„Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 10. júlí 2025 12:09 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir stöðuna alvarlega. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir þjóðina þurfa að vita hvernig stjórnarandstaðan hegði sér á bak við tjöldin. Hún fordæmir fordæmalausa ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi án samráðs við forseta og segir minnihlutann hafa lagt fram eigið frumvarp í lokuðu umslagi og krafist þess að ríkisstjórnin legði það fram sem hennar eigið. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var ómyrk í máli í viðtali við fréttastofu á Alþingi í dag eftir róstursaman morgun á þingi. „Þetta er alvarlegt ástand. Þjóðin hefur fylgst með málþófi minnihlutans. Það sem þjóðin þarf að fá að vita er hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin í þessum þinglokasamningum,“ segir hún. „Fyrir það fyrsta hefur minnihlutinn fullyrt við okkur að þau muni ekki klára umræðu um nokkuð annað mál né leyfa því að fara í atkvæðagreiðslu fyrr en við höfum gengið að þeirra kröfu í veiðigjaldamálinu. Þetta er ástæðan fyrir því að það hafa ekki önnur mál ratað á dagskrá, og löngum þingfundum, nema veiðigjaldið. Í öðru lagi voru kröfur þeirra í veiðigjaldsmálinu þess háttar að þeir lögðu fram í lokuðu umslagi yfir borðið sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það, leggja það fram sem okkar eigið,“ segir hún þung á svip. Ríkisstjórnin gefi sig ekki Hún segir það hafa tekið tíma fyrir fulltrúa ríkisstjórnarinnar að fá minnihlutann til að ræða kerfisbreytingar stjórnarinnar en að þá hafi minnihlutinn gert þá kröfu að frumvarpið tæki gildi eftir að kjörtímabilinu lyki. „Það hefur ríkt trúnaður um þessi samtöl en formaður Framsóknarflokksins rauf þann trúnað í gærkvöldi,“ segir Kristrún og vísar þar til þess að Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í Ríkisútvarpinu í gærkvöldi að Kristrún hefði staðið í vegi fyrir því að þinglokasamningar næðust. Kristrún segir minnihlutann hafa skyldu til að hleypa málum ríkisstjórnarinnar í lýðræðislega atkvæðagreiðslu og að hún muni ekki gefa sig. Þurfi að verja lýðveldið fyrir minnihlutanum Hún fordæmir ákvörðun Hildar Sverrisdóttur. „Það er auðvitað alvarleg það atvik sem kom hér upp og er fordæmalaust í sögu Alþingis, að varaforseti Alþingis sem situr í umboði forseta slíti hér þingi án samráðs við forseta. Við verðum að fordæma þetta og þetta er gríðarlega alvarlegt atvik,“ segir hún. „Síðan er staðan sú að það hefur verið fordæmalaus staða í þessum þinglokaviðræðum. Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin. Ég hef þá stöðu núna í höndunum að þurfa að verja lýðveldið fyrir þessari hegðun minnihlutans sem á sér engin fordæmi í sögunni og við munum taka það alvarlega,“ segir Kristrún. Hún er ómyrk í máli. „Það liggur alveg fyrir að minnihlutanum ber að virða lýðræðislegar niðurstöður kosninga þó þeir hafi sín réttindi. Við munum leiða þetta mál til lykta, þessu máli mun ljúka og þetta mál endar í atkvæðagreiðslu,“ segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Sjá meira