Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Agnar Már Másson skrifar 10. júlí 2025 20:59 „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi. Þingfundi hefur verið slitið án árangurs í þinglokaviðræðum eftir dramatískan dag. Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu fyrir ríkisstjórnina í kvöld í von um að leysa úr þráteflinu sem myndast hefur í málþófinu um veiðigjaldafrumvarpið. Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, einn af varaforsetum þingsins, tilkynnti þingheimi klukkan 21 í kvöld að þingfundi væri frestað. Líklega verður veiðigjaldamálið aftur tekið fyrir á þingfundi á morgun klukkan 10 en dagskrá liggur ekki fyrir. Formenn flokkanna á Alþingi funduðu síðdegis í dag. Stjórnarandstaðan lagði fram nýja tillögu sem var „aðeins mýkri“ en fyrri tillaga, segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar, í samtali við Vísi. „Við lögðum bara fram aðeins mýkri nálgun,“ segir Sigurður Ingi en hann vildi ekki greina frá innihaldi tillögunnar. Samkvæmt heimildarmönnum Vísis í þinghúsinu kvað fyrri tillaga stjórnarandstæðinga á um eins prósentustiga hækkun á veiðigjaldi yfir næstu fimm ár, þá úr 33 prósentum í 38 prósent. Sigurður Ingi lýsir því að „þreifingar“ hafi verið í gangi seinni partinn og telur að „allt sé gerlegt“ en lengra verði ekki komist í kvöld. „Einfaldlega vegna þess að það hefur verið kannski fullmikið sagt í dag,“ bætir hann við. „Og það þurfa allir aðeins að hvíla sig hver á öðrum. Stundum er það ágætis leið til að ná samningum.“ Þung orð féllu á þingfundi í dag. Þar má nefna að Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hafi sakað Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, um valdaránstilræði eftir að hafa slitið þingfundi í gærkvöldi í óþökk forseta þingsins. Í framhaldi af fundi formanna hittust þingflokksformenn og forseti Alþingis þar sem ákveðið var að slíta fundinum, segir Hildur í samtali við fréttastofu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira