„Það var köld tuska í andlitið“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. júlí 2025 22:35 Hlín í þann mund að skora annað mark Íslands í leiknum Vísir/Getty Hlín Eiríksdóttir átti frábæra innkomu af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði lokaleik sínum á EM gegn Noregi 4-3 en hún bæði skoraði mark og fiskaði vítaspyrnu. Bekkjarsetan í síðasta leik fór ekki vel í hana en hún virðir ákvarðanir þjálfarans. Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“ Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira
Hlín mætti í viðtal til Sindra Sverrissonar eftir leikinn sem spurði Hlín hvort það mætti ekki taka einhverja jákvæða punkta út úr þessum leik, eins og lokakaflann þar sem Hlín kom mikið við sögu. „Ég held að við getum alveg tekið það sem jákvæðan punkt að við erum nálægt því að koma til baka og hefðum mögulega getað jafnað leikinn. Við bitum aðeins frá okkur í lokin, það er eitthvað jákvætt sem við getum tekið með okkur. En síðan þurfum við að líta inn á við og skoða hvernig við breytum öllu þessu neikvæða í jákvæða hluti.“ Klippa: Viðtal við Hlín Eiríksdóttir Hlín var í byrjunarliði Íslands gegn Finnlandi í fyrsta leik en kom ekkert við sögu í síðasta leik. Hún viðurkenndi að það hefði verið svekkjandi og rúmlega það. „Það var alveg köld tuska í andlitið ég viðurkenni það alveg. Þetta er alveg búið að vera erfitt en ég er stolt af því hvernig ég sjálf hef tæklað þetta. Ég var klár þegar kallið kom, fannst ég spila ágætlega þegar ég kom inn á í dag.“ Ekki alltaf sammála Steina Aðspurð hvort bekkjarsetan hefði mögulega verið óverðskulduð gat hún að einhverju leyti tekið undir það en hún væri þó fyrst og fremst liðsmaður og sátt með sína innkomu í dag. „Ég er alveg stundum ósammála Steina en hann tekur ákvarðanirnar. Ég er bara liðsmaður og ég geri allt sem ég get til að hjálpa liðinu. En eins og ég sagði þá fannst mér þetta kannski að sumu leyti smá ósanngjarnt en allir hafa sínar skoðanir“ Eins og aðrir leikmenn Íslands viðurkenndi Hlín fúslega að niðurstaðan væri sár vonbrigði og engan veginn í takt við það sem liðið ætlaði sér á mótinu. „Auðvitað er þetta mjög mikil vonbrigði. Við ætluðum okkur að gera stærri hluti og við vorum með yfirlýst markmið að fara í 8-liða úrslitin. Vorum ekki í séns einu sinni fyrir leikinn í dag sem er auðvitað frekar mikil vonbrigði. En þetta er búinn að vera góður tími að mörgu leyti og reynsla sem við tökum með okkur. En að sjálfsögðu þurfum við að líta inn á við. Við þurfum að bæta okkur, við eigum mikilvæga leiki í haust og þurfum að spila betur þar.“ Fagnar allri umræðu Margir hafa gagnrýnt liðið síðustu daga en Hlín hefur ekkert fylgst með því. Hún fagnar þó umræðunni. „Ég hef ekkert fylgst með því. Ég ákvað bara sjálf að fylgjast ekki með umræðunni. En mér finnst bara geggjað að það sé umræða, það er mjög jákvætt.“ Hlín er ekki á því að leggja árar í bát, enda stutt í undankeppni HM og hún er sannfærð um að það búi mikið í liðinu. „Ég held að framtíðin sé björt. Við erum með mjög gott lið ef maður lítur bara á leikmennina sem við erum með. Að sjálfsögðu hefur þetta ekki alveg smollið í síðustu leikjum en ég held að við þurfum að vera bjartsýn. Ég er sannfærð um að við getum gert betur sem lið.“
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Í beinni: Álftanes - Þór Þ. | Lið í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppni Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Sjá meira