Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 10. júlí 2025 22:20 Glódís skoraði úr víti í uppbótartíma. Fyrirliðinn ætlaði að drífa leikinn aftur í gang eins og sést hér. Vísir/Anton Brink Glódís Perla Viggósdóttir fyrirliði landsliðsins var svekkt með tapið í kvöld gegn Noregi og mótið í heild sinni. Það var öruggt fyrir leikinn í kvöld að Ísland kæmist ekki upp úr riðlinum en Glódís segir að það hafi ekki verið neitt sérstaklega skrýtið að fara inn í þennan leik. Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu „Það var ekkert skrýtið að koma inn í leikinn endilega, okkur langaði að laga tilfinninguna sem maður hafði eftir hina tvo en við náðum því ekki. Við byrjum leikinn fínt en svo missum við hann frá okkur í allt of langan tíma. Síðustu tíu mínúturnar lifnar hann við aftur og við sýnum karakter í að koma til baka. Þetta var erfitt kvöld,“ sagði Glódís. Ísland komst yfir á 7. mínútu leiksins en eftir það tók Noregur yfir og komst í stöðuna 4-1 í seinni hálfleik. „Mér fannst slitna allt of mikið á milli okkar í varnarleiknum, mér fannst við ekki vera þéttar eða dekka fyrir hvor aðra. Þetta var mikið bara ein á ein, og það er ekki þannig sem við viljum spila varnarleik. Þannig það var erfitt að ná okkur saman. Þær sundurspila okkur á stórum pörtum í leiknum. Það var ekki gaman að reyna að leysa það, við vorum í raun ekki með neina lausn við því,“ sagði Glódís. Loka mínútur leiksins voru góðar þar sem liðinu tókst að laga stöðuna í 4-3. „Það er það sem kannski endurspeglar þetta mót sem er bara svona næstum. Við vitum að við eigum miklu meira inni en við sýnum á þessu móti, og það er gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót. Fara heim og vita að við getum gert miklu betur. Við vitum það allar sem einstaklingar og sem lið. Það er gríðarlega sárt,“ sagði Glódís. Það var ekki leiknum í kvöld að kenna að við fórum ekki upp úr riðlinum heldur voru það leikirnir gegn Finnlandi og Sviss. „Auðvitað er vesen að tapa fyrsta leiknum. Við setjum okkur ekki í þá stöðu sem við vildum vera í. Það var leikurinn sem við hugsuðum okkur að við myndum taka, og svo færum við inn í mótið með sjálfstraust, og boltinn myndi fara að rúlla þaðan. Þá fáum við smá kjaftshögg. Við spilum svo fínan leik á móti Sviss, en þær með heppni eða, einhvern veginn ná að pota boltanum yfir línuna sem við náum ekki að gera. Þá er þetta bara búið, bara gríðarlega svekkjandi,“ sagði Glódís. Hvað þarf að bæta? Spilamennskan hjá liðinu var oft ekki nógu góð á mótinu, en Glódís segir að það þurfi tíma til að greina það almennilega. „Það er erfitt að greina það akkúrat núna. Ég held að allir séu bara fyrir miklum vonbrigðum, gríðarlega svekktir. Það muna allir fara heim og grandskoða sína frammistöðu. Ég veit að við erum ekki sáttar hvorki sem einstaklingar, né sem lið. Það þurfa allir að líta inn á við. Hver niðurstaðan úr því verðum við bara að sjá og fá að vinna úr. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði Glódís. Næsta stórmót er HM eftir tvö ár, ef Ísland kemst inn á það mót hafa þær tækifæri til að gera betur en á þessu EM. „Við ætlum á HM, ekki spurning. Það er stórt markmið sem ég veit að okkur allar dreymir um. Þannig að við munum klárlega gefa allt í það verkefni. Það verður gríðarlega erfitt, en ég vona að það sé margt sem við getum tekið með okkur héðan í lærdóm. Hvað varðar allt, hvað varðar frammistöðu inn á velli, hvað varðar umgjörð, bara allt saman. Ég vona að þetta allt muni gera það að verkum að við tökum skref fram á við, öllsömul. Sambandið, við sem einstaklingar, knattspyrna á Íslandi bara. Við sjáum stöðuna akkúrat núna,“ sagði Glódís. Stuðningsmennirnir ómetanlegir Íslensku stuðningsmennirnir hafa verið fjölmennir á mótinu. Glódís segir það gríðar mikilvægt fyrir liðið að fá svona stuðning. „Fyrst og fremst hafa stuðningsmennirnir verið frábærir, frá fyrsta degi. Það er ótrúlegt að hlaupa út í upphitun og það eru allir mættir, og það er stemming. Maður finnur svo mikla orku frá þeim. Seinustu tíu mínúturnar veit ég að það var ekkert mikið eftir á tanknum hjá liðinu, en ég veit að finna fyrir stuðningnum frá okkar fólki. Það gefur manni þetta auka og hjálpaði okkur mikið í dag,“ sagði Glódís. Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira
Klippa: Viðtal við Glódísi Perlu „Það var ekkert skrýtið að koma inn í leikinn endilega, okkur langaði að laga tilfinninguna sem maður hafði eftir hina tvo en við náðum því ekki. Við byrjum leikinn fínt en svo missum við hann frá okkur í allt of langan tíma. Síðustu tíu mínúturnar lifnar hann við aftur og við sýnum karakter í að koma til baka. Þetta var erfitt kvöld,“ sagði Glódís. Ísland komst yfir á 7. mínútu leiksins en eftir það tók Noregur yfir og komst í stöðuna 4-1 í seinni hálfleik. „Mér fannst slitna allt of mikið á milli okkar í varnarleiknum, mér fannst við ekki vera þéttar eða dekka fyrir hvor aðra. Þetta var mikið bara ein á ein, og það er ekki þannig sem við viljum spila varnarleik. Þannig það var erfitt að ná okkur saman. Þær sundurspila okkur á stórum pörtum í leiknum. Það var ekki gaman að reyna að leysa það, við vorum í raun ekki með neina lausn við því,“ sagði Glódís. Loka mínútur leiksins voru góðar þar sem liðinu tókst að laga stöðuna í 4-3. „Það er það sem kannski endurspeglar þetta mót sem er bara svona næstum. Við vitum að við eigum miklu meira inni en við sýnum á þessu móti, og það er gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót. Fara heim og vita að við getum gert miklu betur. Við vitum það allar sem einstaklingar og sem lið. Það er gríðarlega sárt,“ sagði Glódís. Það var ekki leiknum í kvöld að kenna að við fórum ekki upp úr riðlinum heldur voru það leikirnir gegn Finnlandi og Sviss. „Auðvitað er vesen að tapa fyrsta leiknum. Við setjum okkur ekki í þá stöðu sem við vildum vera í. Það var leikurinn sem við hugsuðum okkur að við myndum taka, og svo færum við inn í mótið með sjálfstraust, og boltinn myndi fara að rúlla þaðan. Þá fáum við smá kjaftshögg. Við spilum svo fínan leik á móti Sviss, en þær með heppni eða, einhvern veginn ná að pota boltanum yfir línuna sem við náum ekki að gera. Þá er þetta bara búið, bara gríðarlega svekkjandi,“ sagði Glódís. Hvað þarf að bæta? Spilamennskan hjá liðinu var oft ekki nógu góð á mótinu, en Glódís segir að það þurfi tíma til að greina það almennilega. „Það er erfitt að greina það akkúrat núna. Ég held að allir séu bara fyrir miklum vonbrigðum, gríðarlega svekktir. Það muna allir fara heim og grandskoða sína frammistöðu. Ég veit að við erum ekki sáttar hvorki sem einstaklingar, né sem lið. Það þurfa allir að líta inn á við. Hver niðurstaðan úr því verðum við bara að sjá og fá að vinna úr. Það er náttúrulega erfitt akkúrat núna, það eru miklar tilfinningar og mikið búið að gerast síðustu daga,“ sagði Glódís. Næsta stórmót er HM eftir tvö ár, ef Ísland kemst inn á það mót hafa þær tækifæri til að gera betur en á þessu EM. „Við ætlum á HM, ekki spurning. Það er stórt markmið sem ég veit að okkur allar dreymir um. Þannig að við munum klárlega gefa allt í það verkefni. Það verður gríðarlega erfitt, en ég vona að það sé margt sem við getum tekið með okkur héðan í lærdóm. Hvað varðar allt, hvað varðar frammistöðu inn á velli, hvað varðar umgjörð, bara allt saman. Ég vona að þetta allt muni gera það að verkum að við tökum skref fram á við, öllsömul. Sambandið, við sem einstaklingar, knattspyrna á Íslandi bara. Við sjáum stöðuna akkúrat núna,“ sagði Glódís. Stuðningsmennirnir ómetanlegir Íslensku stuðningsmennirnir hafa verið fjölmennir á mótinu. Glódís segir það gríðar mikilvægt fyrir liðið að fá svona stuðning. „Fyrst og fremst hafa stuðningsmennirnir verið frábærir, frá fyrsta degi. Það er ótrúlegt að hlaupa út í upphitun og það eru allir mættir, og það er stemming. Maður finnur svo mikla orku frá þeim. Seinustu tíu mínúturnar veit ég að það var ekkert mikið eftir á tanknum hjá liðinu, en ég veit að finna fyrir stuðningnum frá okkar fólki. Það gefur manni þetta auka og hjálpaði okkur mikið í dag,“ sagði Glódís.
Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Sjá meira