Enski boltinn

Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jordan Henderson var fyrirliði Liverpool í níu ár og tók á móti öllum bikurum í boði á þeim tíma.
Jordan Henderson var fyrirliði Liverpool í níu ár og tók á móti öllum bikurum í boði á þeim tíma. EPA-EFE/PETER POWELL

Jordan Henderson var fljótur að finna sér nýtt félag eftir að hann fékk sig lausan frá hollenska félaginu í Ajax í gær.

Ensku miðlarnir Sky Sports, BBC og The Athletic segja frá því að enski miðjumaðurinn sé búinn að semja við enska úrvalsdeildarfélagið Brentford.

Henderson verður þar með liðsfélagi íslenska landsliðsmarkvarðarins Hákonar Rafns Valdimarssonar.

Hinn 35 ára gamli Henderson gerir tveggja ára samning við félagið.

Henderson hefur spilað í Hollandi og Sádi-Arabíu síðan hann yfirgaf Liverpool árið 2023.

Hann var fyrirliði Liverpool frá 2015 til 2023 en kom fyrst til félagsins frá Sunderland fjórum árum fyrr eða þegar hann var aðeins 21 árs gamall.

Henderson mun gangast undir læknisskoðun um helgina og eftir það verður allt klárt.

Henderson hefur spilað 431 leik í ensku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim 29 mörk. 360 leikjanna voru með Liverpool en 71 með Sunderland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×