Innlent

Dramatík á Al­þingi og bílastæðablús hjá World Class

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf.
Hádegisfréttir eru á sínum stað á slaginu tólf. Vísir

Stjórnarandstaðan brást harkalega við þegar Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, greip til 71. greinar stjórnskipunarlaga og efndi til atkvæðagreiðslu um að stöðva 2. umræðu um veiðigjaldafrumvarpið og taka málið til atkvæðagreiðslu.

Formaður foreldrafélags Laugarnesskóla segir það hálfgerðan yfirgang af hendi forsvarsmanna líkamsræktarstöðvarinnar World Class að krefjast þess að hagsmunir rekstrarins gangi fram fyrir heilsu og menntun 450 grunnskólabarna.

Kennsl voru borin á 36 mögulega þolendur mansals í nýlegum aðgerðum en vændishús er að finna út um alla borg, að sögn lögreglu. Vitað er til þess að á einni vefsíðu hafi verið að finna 460 virkar auglýsingar um vændi.

Hífandi rok og sandbylur dynur á slökkviliðsmanninum Bergi Vilhjálmssyni sem staddur er á göngu um Sprengisand til að vekja athygli á andlegri heilsu og sjálfsvígsforvörnum. Hann segir mikilvægt að þeir sem glími við andleg veikindi átti sig á það er aldrei neinn einn og það sé hægt að fá hjálp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×